Kvartmílan > Mótorhjól
upplýsingar um ný hjól
íbbiM:
ég er búin að vera skoða aðeins úrvalið af nýjum hjólum, og er með nokkrar spurningar, er algjört noob í þessu og langar að heyra álit manna m.a á
R6 vs cbr600rr vs ninja zx6r,
afl bilanatíðni handling og flr,
sjálfur er ég voðalega hrifinn af kawasaki hjólunum.. er eitthvað veikur fyrir neongrænu hjóli.. ég hef hinsvegar heyrt voðalega margar bilanasögur af kawa, er það satt?
yamaha hjólin finnst mér dáldið dýr, er verðmunurinn kannski ekki af ástæðulausu?
ég sá að á kawasaki síðuni er bæði zx6r og ninja zx6r, verðmunurinn er 20k ninjuni í hag, hver er munurinn á þessum hjólum?
eins og ég ssagði hérna að ofan veit ég ekkert um hjól og því eru öll svör vel þegin
íbbiM:
ég steingleymdi súkkunum,
gsxr 600 og 750
firebird400:
Sjálfur á ég Kawasaki Mean Streak 1500
Ef ég væri að spá í 600 hjóli þá mundi ég fara í Súkkuna, get svo sem ekkert rökstutt það neitt frekar, bara það sem ég er spenntur fyrir.
íbbiM:
það er kjannski frekar vonlaust að fá einhver haldbær svör þar sem það eru ekki minni trúarbrögð í þessu en flestu öðru, ef ég ætti að fara eftir "huganum" þá keypti ég mér eiturgræna ninju..
gsxr750 er líka 150hö.. gott millistig á milli 600 og 1000 hjólana,
hinsvegar finnst mér svo lítill verðmunur á 600 og 1000 hjólunum að ég eit ekki hvort að græjukallinn ég gæti keypt 600 hjól á 100 kallinum minna en alvru hjolið
Hera:
Verðmunur á 600 vs 600 er bara bull hér heima á klakanum :evil: ef þú skoðar verðið á þeim td í Bretlandi þá eru þau á sama verði upp á pund svo ég sé bara háa álagningu á yammanum, veit ekki með 600 súkkuna nýju en hún var frekar slöpp gamla 600F :?:
Þekki kawan ekki nema bara 1200 og finnst hann vera svona eins og strætó innanbæjar en togið hefur hann.
Ég myndi ekki fara í 1000 hjólin ef þú ert að byrja að hjóla. 600 hjólin í dag hafa svipað tog og hestöfl eins og gömlu 1000 hjólin og eru mun léttari.
Svo er það spurning um að fá sér eldra en nýtt hjól þegar maður er að byrja það er ekki jafn sárt að skemma það
Svo er kanski ekkert að marka mig ég elska Hondu :D snildar handling í henni og hún fyrirgefur svo til allt.
Óska þér bara góðs gengis og vona að þú finnir hjól sem hentar þér.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version