Námskeið í meðferð slökkvitækja og hvernig bregðast eigi við ef eitthvað skyldi gerast á Kvartmílubrautinni verða haldin fljótlega upp á braut. Það er skyldumæting fyrir það starfsfólk sem ætlar að vinna upp á braut í sumar. Einnig mega keppendur skrá sig á þetta námskeið ef þeir vilja. Starfsfólk og keppendur eru beðnir um að senda mér EINKAPÓST (ep) sem fyrst með fullu nafni og hvort það sé starfsmaður eða keppandi. Vonandi takið þið vel í þetta hjá okkur.
NÝTT 24/5´07
NÁMSKEIÐIÐ BREYTIST AÐEINS OG VERÐUR NÚ BÆÐI SKYNDIHJÁLPARNÁMSKEIÐ OG KENNSLA Á NOTKUN SLÖKKVITÆKJA.
Námskeiðið er ætlað starfsfólki og þeim keppendum sem hafa áhuga á og vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Þetta námskeið verður fínpússað svolítið að okkar þörfum á brautinni. Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Kvartmíluklúbbnum.
Ég læt fólk vita í tölvupósti hvenar námskeiðið hefst.