Ég er með Yamaha XT600 sirka '86 módelið.
Þannig er málið að ég er að reyna að fá hjólið mitt í gang en ég fæ ekki neista á kertið þannig að eitthver rafmagnsbilun er að stríða mér.
Það er nýr geymir, það kemur ljós á mælana og nautral ljósið logar, generatorinn hleður og háspennukeflið virkar alveg. Þannig að vandamálið liggur í þrem hlutum, CDI boxið, magnettan eða regulator/rectifier.
Er ekki hægt að prufa þessa hluti, mæla þá út eða eitthvað. Í manualnum stendur bara að maður eigi að fara með þetta til Yamaha og láta þá testa þetta en þeir í MotorMax segjast ekkert geta gert.