Þessi blái er þá líklega GTS bíllinn sem Leðurverslun Jóns Brynjólfssonar keypti nýjan hjá Vökli, og átti lengi. Þetta er std. ameríkubíll, en 68 bílarnir voru evrópu homologeraðir og settir saman í Belgíu. Þessi bíll stóð minnir mig lengi á þakinu á Faxaskála óseldur í saltpækli, eins og allir bílar sem þar voru geymdir og gegnumryðgaði fljótt.