Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Mustang Auðbrekku

<< < (4/13) > >>

motors:
Hvað eru margir GTS bílar eftir og hvar eru þeir á landinu :?: :)

1966 Charger:
Það komu 12 GTS 1969 árgerð hingað til lands allir með 340 vél. Það sem er hvað merkilegast við þá er að VIN númerin á þeim voru í röð frá 98177297-98177308. Engin önnur auðkenni voru á VIN númerunum eins og venja var að setja á VIN plöturnar frá Chrysler verksmiðjunum í U.S.A. Það er vel hugsanlegt að þessir bílar hafi verið fluttir hálfsamsettir frá USA til Evrópu þar sem samsetning var kláruð. Það sam aðgreindi þessa GTS bíla frá bræðrum þeirra sem runnu beint út úr Hamtramck, Detroit voru hliðarljósin sem voru bæði appelsínugul (á fram- og afturbretti) á bílunum sem komu hingað en þau voru rauð og gul á Detroit bílunum. Flautan var í stefnuljósarofunum á þessum 12 bílum en í stýrinu á Detroit GTS-unum. Að auki var einföld klukka í mælaborðinu á GTS unum sem komu hingað en slíkt var ekki að finna í Detroit GTS-unum. Loks er glerið í þeim merkt fyrirtæki í Hollandi. Bílarnir voru upphalflega í grænum, hvítum og gráum litum. Ég er ekki viss um að neinn hafi original verið rauður. Innflutningi þessara fallegu og spræku vagna ber að þakka ötulu Chryslerumboði sem þá var starfandi undir merkinu Vökull. Það umboð steytti m.a. hnefann gegn ægivaldi þeirra örfáu skipafélaga sem einokuðu (og hafa enn afl í skjóli fákeppni til að skrifa flutningsreikninga með gaffli) flutninga á bílum hingað til lands þegar Vökull leigði í nokkur skipti sérstök bílaflutningaskip sem komu með Mopar vagnanna heim á kajann á lægra verði. Sölutölur á Mopar voru háar hérlendis þegar umboðið stóð í blóma enda ekkert betra en Mopar í glímunni við íslenska vegi.

Ætli séu ekki svona 4-5 enþá í ágætu standi.  Tveir eru í bílabænum Akureyri (rauður og dökkgrænn) og tveir á höfðuborgarsvæðinu (grár og ljósgrænn).

Það er til þráður um þetta annarsstaðar á þessum vef.  Þar eru meiri upplýsingar um þessa eðalvagna.

Anton Ólafsson:
jamm

Anton Ólafsson:
Spurning svo hvort 383 bíllinn sé kominn aftur á ferðina?

mustang67:

--- Quote from: "ValliFudd" ---
--- Quote from: "mustang67" ---þessi er sko alveg í hakki. Hvít/ryð-litaður.. Boddýið rifið í tætlur..
--- End quote ---


Þetta er eina flakið sem passar sæmilega við þá lýsingu þarna held ég...


--- End quote ---




Þetta er bíllinn. Er þetta sumsé ekki mustang ? & er hann falur ? :)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version