Mottó vetrarins er: Vinna í tryllitækinu í vetur og koma því í notkun á Kvartmílubrautinni næsta sumar
Sæll nafni, er að forvitnast um svartan fjögurra dyra Monaco 65-66.Hvað bíll er þetta á myndinni þar sem er verið hífa og ber í fæturnará þér.kv. jói
Hann var nú flottur sá rauði ´70 Chargerinn hér á árum áður, líka þegar hann var glimmer málaður!
Hér eru 2 bílar frá Hornafirði.Chargerinn 70 módel 318 var í Laugaráshverfinu. Honum var velt á Flúðum og gerður upp og seldur austur á Hornafjörð. Þergar bíllinn valt fór hann á toppinn og lenti á moldargötu fyrir utan veginn og rann á klakadrullu á toppnum framrúðulaus og fylltist af drullu. Bíllinn skemmdist þó mest þegar eigandi tók reiðikast og gekk í skrokk á bílnum og sparkaði í hann allann.Bíllinn er horfinn í dag.Hitt er Impala sem ég veit ekkert um.Jói
Hér er 70 Charger RT/SE. Einn af 116 framleiddum. Orginal 440 sixpack.Sagan segir að einhverjum eiganda hafi þótt hann eyða of miklu og hent 440 vélinni í sjóinn og sett í hann 318.Myndin er tekin 1981 á Hornafirði. þá var tvisvar búið að keyra hann fram af bryggjum. Hræið af bílnum var grafið með viðhöfn í ónefndum blómagarði á Flúðum.Jói