Kvartmílan > Aðstoð
Ford 351 W
Dodge:
Skoðaðiru eitthvað flýtingar kúrvuna á kveikjunni?
Datt í hug að kveikjan væri eitthvað gölluð, vitlausir eða bara lausir
miðflóttaafls klossar, eitthvað hringlandi í flýtinum einhversstaðar.
þetta allavega hljómar eins og pjúra neista vandamál
fyrst þetta gerist ekki í lausagangi.
Atli Þór:
Nei ég skoðaði ekkert um kveikjuna, ég keypti nýja hey kveikju af summit og tengdi inn á hana kveikjumagnara (MSD) sem var fyrir í bílnum. Getur verið að það sé ekki rétt gert? Ég hefði giskað á að það hefði meiri áhrif er þetta væri ekki rétt tengt hjá mér. Ég á líka eftir að prófa að stilla kveikjuflítinn.
Á hvaða gráðu er best að stilla svona 351W mótor held að hann sé 74 árgerð og hvað er er eðlilegt að vacom kveikjuflítirinn flíti henni kikið?
Veit ekki hvort að það gefur vísbendingu um neistavandamál, en ég held að það sé neistahljóð í útvarpinu hjá mér, það er allavega ekki frá altanitornum.
Takk fyrir hjálpina
Kv Atli
Páll Sigurjónsson:
Blessaðir
þetta lýsir sér eins og hann sé að flýta sér of mikið . Hvað er hann á byssuni í 3000 rpm ???? Ef hann fer yfir 42 gráður þá ertu aðeins að storka þessu og hann er að flýta sér um of .Ekki veit ég með þessa kúlu sem þú ert með en blandarinn skammtar sér bensín sjálfur enn ef hann fær ekki bensín þá er það dælan eða sía sem er að stríða . með bankið þá er bara að rífa af honum lokið og ath clearencin á örmunum og þá veist hvað er að gerast .
Palli
Just trying to help
Atli Þór:
Hæ
Já ok á ég sem sagt að stilla kveikjuna þannig að hún verði alldrey fljótari en 42° með sogflítinum á 3000sn. Er ekki til eithver gráða sem best er að stilla mótorinn á í lausagangi og svo stilla bara sogflítinn þannig að kveikjan verði aldrey fljótari en 42°?
Kv Atli.
Ps, hvað haldiði að það sé raunhæft að ná svona bíl niður í eyðslu. Þetta er tiltörulega nýuppgerður mótor held ég og það er allt nýtt utaná honum. Hann er í BroncoII á 33" dekkjum. Það væri gott að vita þetta því þá getur maður aðeins vitað hvort hann sé meiriháttar vanstilltur eða ekki. Hann er með 22l á 90kmhraða núna!
Dodge:
22 utanbæjar í 8 gata jeppa er ekkert til að hvarta yfir.. en það er alveg möguleiki að ná þessu kannski eitthvað neðar.
kannski niður í 15 með kraftaverkum.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version