Kvartmílan > Aðstoð
Ford 351 W
Atli Þór:
Sælir félagar.
Ég var að setja 351 W mótor í bíl hjá mér, ég er með nýjan Holley 670 truck avenger blöndung, nýja hey kveikju, nýa bensíndælu og nýja þræði og kerti. Ég er í vandræðum með ganginn í honum.
1 Þegar ég er með vacum fítinn á kveikjunni tengdann í blöndunginn (fyrir ofan spjald) þá fer bíllinn að missa úr ef ég set hann í 3000sn í kirstöðu, þetta lagast ef ég tek flýrinn úr sambandi og loka gatinu.
2 Ég er með gruggkúlu (bensínsíu) rétt við blöndunginn og hún er alltaf að tæmast reglulega en samt er enginn munur á ganginum í bílnum hvort sem kúlan er full eða tóm.
3 Vélin tekur uppá því öðru hvoru að missa vacumið og þ.a.l dettur lausagangurinn niður og billinn gengur illi, svo lagast þetta bara af sjálfum sér. Getur ventlavesen valdið svona vacum vandræðum?
4 Það er frekar mikið ventlabank þegar billinn fer í gang kaldur og svo heirir maður það aðeins þegar billinn er heitur. Er hægt að stilla þetta úr honum eða er það bara að skipta um undirliftur? Ég er búinn að prófa sjálfskiptivökva.
Ef eithver hefur hugmyndir um lausnir á þessum vandræðum þá eru tillögur vel þegnar! :) Kv Atli
Dodge:
búinn að fara með kveikjubyssu á hann?
Atli Þór:
Já ég er búinn að stilla hann á tima, man ekki alveg hvar ég endaði með hann en ég prófaði að hafa hann fljótan og seinan og allt þar á milli.
Páll Sigurjónsson:
Sæll Atli Þór
Í hvaða vacumport seturðu slönguna ??? Er þetta á hliðini á blöndungnum hægrameginn eða er þetta undir honum að framann ???
Með gruggkúluna .Hún getur tæmnst í littla stund án þess að það hafi áhrif á gang því að það er enn bensín í blöndungnum og svo fyllir hann sig aftur .
Svo er það Vacum ? Er knasturinn orðinn mikið slitinn? Hvað er mótorinn mikið ekinn ? Gerist þetta bara á venjulegri keyrslu eða við hvaða aðstæður gerist þetta ???
Palli
Just asking and answering
Atli Þór:
Ég er með vacumið í blöndunginn famantil hægrameginn undir hólfinu. Samhvæmt manual af blöndungnum þá er það rétt held ég. Það sem er svolítið skrítið er að þatta lýsir sér eins hvort sem ég nota þetta port eða þegar ég fer beint inn á soggrein. Mótorinn fer að missa úr þegar ég held honum í 3000 sn kyrstæðum sama hvernig ég tengi þetta en svo lagast það ef ég tengi ekki vacum flítinn.
Með gruggkúluna þá var félagi minn í sömu vandræðum með eins blöndung. En þegar hann skipti þá er kúlan alltaf full af bensíni, það getur kanski verið að þessi blöndungur geri þetta bara og Það sé eðlilegt þar sem að bíllinn virðist ekki vanta bensín. Ég skil samt ekki hvaðan loftið kemur!
Ég kíkti á knastásinn þegar ég setti þennan mótor í og sá ekki að hann væri mikið slitinn en ég veit ekki með aksturinn á honum með þessum knastás, sem að ég held að sé bara venjulegur.
Finst ykkur líklegt að það sé hægt að stilla ventlabankið úr honum með því að herða aðeins á rocerörmunum eða er bara málið að skipta um undirliftur og knastás ef hann er að valda þessu?
Takk fyrir hjálpina. Kv Atli
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version