Author Topic: 4L60E sjálfskipting tekin upp!  (Read 2113 times)

Offline bergur01

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
    • http://www.netberg.is
4L60E sjálfskipting tekin upp!
« on: May 27, 2007, 21:40:59 »
Jæja spjallverjar þá er komið að því!

Ég ákvað að taka nú upp skiptinguna í Pontiacnum eftir að hún fór að haga sér illa,
í leiðinni ætla ég að skipta um ýmislegt sem hefur átt það til að bila/brotna.

Og langar mig að deila með ykkur nokkrum myndum af ferlinu,
þar sem það er nú ábyggilega fullt af fólki hérna sem
hefur aldrei séð inní sjálfskiptingu og gerir sér ekki grein fyrir því
hvernig hún virkar. :)

Ég byrjaði nú á því að taka skiptinguna úr bílnum með aðstoð frá þeim
gamla.

Það gleymdist reyndar alveg að taka myndir af því þegar
við tókum hana úr en það koma bara myndir af ísetningunni í staðinn..

Þetta er bíllinn sem hún á heima í:



Hérna er hún svo kominn í skottið á Jeepinum, ásamt gamla Torque Converternum:


Hérna er svo botninn á skiptingunni þar sést wiring harness fyrir öll
solinoid (þau sjá um upp og niður-skiptingar og einnig um lock-up) og
pressure manifoldið(segir til um það hvaða gír þú hefur
valið(1-2-3-D-N-R-P) og á þessu borði er einnig hitamælir fyrir
skiptinguna):



Svo er allt komið af hérna, þarna sést plata sem er lögð á milli kassans
og ventlaboddys með pakningum báðum megin, þarna er búið að taka 1-2
accumulator húsið í burtu og fyrir neðan það er svo stimpillinn og
gormurinn fyrir 3-4(sést á næstu mynd fyrir neðan):




Svo gleymdi ég mér aðeins og tók engar myndir fyrr en
ég hafði tæmt skiptinguna :(



Hérna er svo meiri hlutinn af dótinu kominn á gólfið, þar má finna
eftirfarandi: olíudælu(neðst í vinstra horninu), ventla boddyið er hægra meginn við dæluna og milliplatan þar til hliðar, svo má sjá vírana úr
botninum, bandið og skeljarnar sem hýsa allar kúplingarnar, og
útgangsskaftið, húsið utan um útgangsskaftið og Bell húsið framan af
skiptingunni þar sem Torque Converterinn á heima (Hann boltast aftan á
flexplötuna sem er aftan á vélinni og input skaftið á skiptingunni gengur
inn í hann):



Svo fór ég í að þrífa ventaboddyið og athuga með slit á ventlum, á
þessari mynd má sjá ventlaboddy og alla ventla sem ganga inní það,
einnig er að finna servo fyrir 3-4 skiptingar, 1-2 3-4 accumulator húsið,
wiring harnessið og output skaftið:



:D

Lengra er ég ekki kominn í bili, ég mun setja inn myndir jafnóðum..
Vona að þetta verði vel metið :)

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
4L60E sjálfskipting tekin upp!
« Reply #1 on: May 27, 2007, 22:03:22 »
:smt023
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341