Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Bílaflotinn bónaður í dag

<< < (10/11) > >>

Junk-Yardinn:
Rámar í þennan Polara og held að hann hafi farið á Hornafjörð.

Chargerinn var málaður rauður.c. 1982

Jói

Junk-Yardinn:
Hér er 70 Charger RT/SE. Einn af 116 framleiddum. Orginal 440 sixpack.
Sagan segir að einhverjum eiganda hafi þótt hann eyða of miklu og hent 440 vélinni í sjóinn og sett í hann 318.
Myndin er tekin 1981 á Hornafirði. þá var tvisvar búið að keyra hann fram af bryggjum. Hræið af bílnum var grafið með viðhöfn í ónefndum blómagarði á Flúðum.
Jói

Junk-Yardinn:
Hér eru 2 bílar frá Hornafirði.
Chargerinn 70 módel 318 var í Laugaráshverfinu. Honum var velt á Flúðum og gerður upp og seldur austur á Hornafjörð. Þergar bíllinn valt fór hann á toppinn og lenti á moldargötu fyrir utan veginn og rann á klakadrullu á toppnum framrúðulaus og fylltist af drullu. Bíllinn skemmdist þó mest þegar eigandi tók reiðikast og gekk í skrokk á bílnum og sparkaði í hann allann.
Bíllinn er horfinn í dag.
Hitt er Impala sem ég veit ekkert um.
Jói

Kiddi:
gaman af svona myndum :)

Moli:

--- Quote from: "Junk-Yardinn" ---Hér eru 2 bílar frá Hornafirði.
Chargerinn 70 módel 318 var í Laugaráshverfinu. Honum var velt á Flúðum og gerður upp og seldur austur á Hornafjörð. Þergar bíllinn valt fór hann á toppinn og lenti á moldargötu fyrir utan veginn og rann á klakadrullu á toppnum framrúðulaus og fylltist af drullu. Bíllinn skemmdist þó mest þegar eigandi tók reiðikast og gekk í skrokk á bílnum og sparkaði í hann allann.
Bíllinn er horfinn í dag.
Hitt er Impala sem ég veit ekkert um.
Jói
--- End quote ---


sæll Jói, ég fletti Chargernum upp og síðasti eigandi af honum er búsettur á Hornafirði. Hann er afskráður 1987. Fastanúmerið á honum er AY-278 og vin# XP29CDC219866.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version