Author Topic: Krúser kynnir: 1971 Ford Mustang Mach 1  (Read 1899 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Krúser kynnir: 1971 Ford Mustang Mach 1
« on: April 25, 2007, 20:49:06 »
Bílaklúbburinn Krúser heldur áfram að sýna nýinnflutta, eða bíla sem ekki hafa sést lengi á fimmtudagskvöldum sem fyrr að Bíldshöfða 18.

Næstkomandi fimmtudagskvöld eða þann 26. Apríl kl: 20:00 verður sýndur
1971 Ford Mustang Mach 1


Þetta er bíll sem er búinn að vera á götunum undanfarin ár en ekki sést mikið. Ein vísbending, hann var grænn þegar Bubbi hafði hár! 8)

Búið er að taka bílinn mikið í gegn og verður fróðlegt að sjá útkomuna!

Nú er um að gera að sameinast í eina heild nk. fimmtudagskvöld að Bíldshöfða 18,
hvort sem það séu Krúser menn eða FBÍ menn!
8) :lol:

Á sumardaginn fyrsta var frábær mæting, enda veðrið til fyrirmyndar, vonumst til að sjá sem flesta á fimmtudagskvöldið!

Um 20:30-21:00 verður síðan tekinn rúntur í bæinn.

Glimrandi tónlist í anda sjöunda og áttunda áratugarins, og fyrir slikk er hægt að fá ískalt CocaCola og súkkulaði með til að seðja hungrið.

Sannir bílaáhugamenn láta sig ekki vanta á þetta! Hvar verður þú??

Með kveðju,
Krúser-hópurinn
komnir til að vera.
Bíldshöfða 18.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is