Author Topic: Stærðir á vatnskössum ????  (Read 2474 times)

Offline Grúskari

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
Stærðir á vatnskössum ????
« on: April 21, 2007, 16:54:48 »
Sælir, ég er með chevy 350 og vantar á hana vatnskassa.
Það væri frábært ef einhver gæti sagt mér hvernig farið er að því að velja saman kassan og vélina (+ vatnslás/tilheyrandi).

Mitt setup er semsagt 350 með 305 heddum og volgum ás, ég veit ekki hvernig stimplarnir í henni eru en sýnist þeir vera diskaðir frekar en flatir,
það var nú bara gert með því að kíkja í gegnum kertagat en ekki losað af hedd. ég veit heldur ekki hve mikið ég má snúa gripnum. Þjappan gæti verið soldið yfir 11. Heddin eru óunninn, að minnsta kosti ekki exhaust megin. svo er ég með fínar flækjur í þessu.

Ég er nýbyrjaður í þessum vélabransa og veit ekki nóg, þó finnst mér vélin vera helvíti taktföst og vel hljómandi í lausagangi miðað við 360 hestöfl?

Þetta er svo ofaní Wrangler og gamli vatnskassinn ( fyrir 4.2L ) er rétt rúmlega 52x52cm.

Hverju mynduð þið mæla með fyrir þessa vél ??,  þ.e.a.s. lítrafjölda kassans, rillufjölda og öllu hinu sem ég hef ekki vit á að spyrja um ??.

Offline chewyllys

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 132
    • View Profile
Stærðir á vatnskössum ????
« Reply #1 on: April 24, 2007, 21:08:09 »
Sæll,ef eg væri i þinum sporum,mundi eg kaupa "Hi-flow" álvatnsdælu,sem hringrásar kæl.kerfið 25% betur,kaldan vatnslás ca.82°c  og fastan stóran viftuspaða,ég er nokkuð viss um að þetta dugir,þá eiga vinir mínir hjá Summit mikið af álvatnskössum í öllum særðum og gerðum sem kosta svipað hingað heim komnir og ný uppgerðir eða notaðir hérna heima.
Chevy KV.
Björn V.   #794
ChevyBenz. 13.36@105 mph.
3525 lbs.

Offline Grúskari

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
Stærðir á vatnskössum ????
« Reply #2 on: April 25, 2007, 01:51:58 »
Takk fyrir svörin, vélin kom einmitt með föstum álspaða.
En ég hef ekki skoðað vatnsdæluna.
Ég veit ekki hversu mikill factor það er með hitamyndun en vélin er smíðuð fyrir hestöfl á hærri snúning frekar en tog á lægri.

Er þá bara málið að hafa eins stóran kassa og ég kem fyrir hvað lítrafjölda varðar (innan skynsamlegra marka) og láta vatnslásinn ráða ferðinni svo vélin verði ekki of lengi að hitna.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Stærðir á vatnskössum ????
« Reply #3 on: April 25, 2007, 17:08:30 »
Það fer eftirþví hvernig þú notar vélina,hvernig er best að velja saman

Ef hún verður notuð í jeppatúra með keyrslu upp á jökli eða álíka(þolakstur) þá er stærra betra

Veldu frekar stóran og mjóan heldur en minni og þykkan og passaðu að dælan geti dælt nægu magni á þeim snúning sem vélin á að vinna á

Vatnslás með opnun í 160-175°F eru góðir til að halda vélinni í um 75-85°C

summit er með ágætis tech-line sem getur hjálpað þér frekar með að match saman hlutunum
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Grúskari

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
Stærðir á vatnskössum ????
« Reply #4 on: April 25, 2007, 20:32:28 »
Takk fyrir góð svör. Ég kem til með að nota þessa vél á háum snúning og Þá er þetta kannski spurning um að skoða dæluna betur ?
Ég hélt einmitt að málið fyrir mig væri fleirri rillur á kassann vegna rýmis, en það er sennilega bara best að færa kassann aðeins aftur og fá hann þá með stærra flatarmáli.

Summit er alveg málið.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Stærðir á vatnskössum ????
« Reply #5 on: April 25, 2007, 21:55:53 »
það er allt í lagi að vera með þykkan vatns kassa en innan eðlilegra marka en stærri er betri en minni

já það er betra að vera með fleiri rillur því það er meira flatarmál fyrir kælingu en það er betra að vera með þykkari ef loftflæðið er takmarkað að kassanum

Ef þú ætlar að keyra vélina á yfir 4000rpm þarftu sennilegast high volume dælu

Verður vélin notuð í kvartmílu?Ef svo er þarf í raun ekki neitt svaka kælikerfi því áreynslan varir í svo stuttan tíma
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Stærðir á vatnskössum ????
« Reply #6 on: April 26, 2007, 11:41:45 »
Mig vantar orginal vatnskassann ef þú vilt selja hann! :D Hlýtur að vera skárri en gatasigtið mitt :lol:
...og hugsanlega sitthvað fleira ef þú átt eitthvað nothæft sem þú ert búinnað taka úr jeppanum, sendu mér bara einkapóst :wink:
Kristinn Magnússon.