Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Road Runner

(1/3) > >>

almar:
hvað eru margir svona bílar eftir á klakanum ?

ÁmK Racing:
Það er einn 68 árg sem Fribbi átti og gerði upp mjög flottur.Það er einn 69 Fjólublár sem félagi minn á flottur.Það er einn 70 blár hef heyrt að hann sé clone en veit ekkert um það þannig að við segjum að hann sé Road runner.Það eru tveir 72 árg einn fjólublár Gulli Emils á hann hann er flottur sem ég best veit hinn er appelsínu gulur nýuppgerður í eigu Sigurjóns Andersen.Svo er 76 árg appelsínu gulu sem Garðar Ólafs á Þeir eru allir meira minna í fínu standi þessir vagnar sem er mjög gott :D,Kv Árni Kjartans

Moli:
1. ´68 Ljósblár sem Fribbi átti, var með 383 en er að fá 426 HEMI í húddið!


2. ´69 fjólublár bíll sem Elmar Þór í Keflavík á, er racegræja/götubíll í dag, með búri og ofl. fíneríi



3. ´72 appelsínugulur bíll sem er í eigu Sigurjóns Andersen, held hann sé með 440 frekar en 340


4. ´76 bíll sem Garðar á og er að ég held með 360, hefur verið með í MC undanfarin ár!


5. ´72 bíll sem Gulli á og er fjólublár!


´70 bíllinn er clone, original Satellite!

-Siggi-:


Þetta er ekki bílinn hans Sigujóns, þeir voru tveir svona svipaðir.
Veit einhver hvar þessi efri er núna ?

Hér er sá rétti.

Moli:
Það er rétt, ég hef ruglað þeim saman!

Var ekki hinn bíllinn einhverntíman á Skaganum, hvernig var það? Það er eins og mig minni það!

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version