Kvartmílan > Aðstoð
Camaro '95 Mælaborðsvesen
Skari™:
Sælir félagar.
Er í smá vandræðum með mælaborðið í bílnum mínum... Ég var að setja álplötu í mælaborðið (þurfti að skrúfa allt í sundur) og núna er hitamælirinn fastur mjög ovarlega og bensínmælirinn er alveg í botni... þeir eru báðir fastir mjög ofarlega.
Allir aðrir mælar virka eðlilega.
Hvernig get ég stillt þetta eða lagað?
Einhver sem kannast við þetta? :?
Atli F-150:
Eru þetta rafmagnsmælar eða mechanískir
Ef þetta eru rafmagnsmælar gætu þeir annaðhvort verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga ekki að fá, eða ekki verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga að fá.
Endilega láttu okkur í té nánari upplýsingar, myndir eru alltaf góðar líka, svo við getum kannski hjálpað þér meira
Kveðja
Atli F.
Skari™:
--- Quote from: "Atli F-150" ---Eru þetta rafmagnsmælar eða mechanískir
Ef þetta eru rafmagnsmælar gætu þeir annaðhvort verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga ekki að fá, eða ekki verið að fá jörð úr plötunni sem þeir eiga að fá.
Endilega láttu okkur í té nánari upplýsingar, myndir eru alltaf góðar líka, svo við getum kannski hjálpað þér meira
Kveðja
Atli F.
--- End quote ---
Þetta eru allt rafmagnsmælar, málið er það að bensínmælirinn og hitamælirinn hreyfðust þegar ég var að rífa þetta allt í sundur svo tengdi ég þetta til að sjá hvort allt myndi virka rétt en þá fór hitamælirinn beint upp og bensínmælirinn smátt og smátt alveg í botn.
Get reynt að redda mynd af þessu á eftir :)
En þetta er verulega að bögga mig :?
Heddportun:
Fá jörð,ég er með svona járnbezel,skil ekki hvar þú átt að geta fengið jörð af plötunni
Hreyfðiru við e-h öðru en bara mælaborðinu?
Skari™:
--- Quote from: "BadBoy Racing" ---Fá jörð,ég er með svona járnbezel,skil ekki hvar þú átt að geta fengið jörð af plötunni
Hreyfðiru við e-h öðru en bara mælaborðinu?
--- End quote ---
Allir mælarnir hreyfðust þegar ég reif þetta í sundur en þessir 2 eru einu sem ekki virka :?
Satt að segja botna ég ekkert í þessu... ætli það sé ekki best að reyna að finna nýtt mælaborð bara og færa teljarann yfir.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version