Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
´79 T/A tekinn í gegn! (nýjar myndir bls. 8)
Moli:
Ákvað að fá mér eitthvað sem ég gæti dundað mér í fram að vori, en þetta er 1979 Pontiac Trans Am, original með 301. Búinn að dunda aðeins í tvær vikur og ætla mér ekkert stóvægilegt með hann, samt passa mig á að vera aðeins öðruvísi. ´79 nebbinn er farin af honum og fæ ég annan framenda sem er af ´77-´78 bíl, sem fer á hann. Allar merkingar og strípur á ég nýjar, sem eru gylltar, auk að sjálfsögðu kjúklingsins sem fer á húddið.
Bíllinn verður málaður svartur vonandi í Apríl/Maí. Einnig kaupi ég á hann nýjar 15x10 Cragar SS að aftan, og 15x8 Cragar SS að framan, Tútturnar sem prýðir Cragarinn verða líklegast 275/60/15 að aftan og 225/60/15 að framan.
Innréttingin er camel brún sem er farin að láta sjá á, en ég ætla líklegast að skipta í svart nk. vetur, svo er að sjá til með það sem er í húddinu en það er 403 olds vél úr rauðum ´77 firebird sem var rifinn og nýupptekinni skiptingu.
Hann er með diskalás og að mér skilst 4:30 drif sem að vísu þarf að skipta út.
Að öllu öðru leiti er bíllinn mjög heill og lítið sem ekkert ryð, nokkrir punktar sem þarf að blása og sjóða í.
10. Mars 2007
2. Apríl 2007
Gamli framendinn prýðir vegginn góða í húsakynnum Krúser að Bíldshöfða 18 8)
....meira seinna! 8)
Ó-ss-kar:
Flottur 8)
En hvernig er það , á að pússla þessum saman og selja hann svo eða ?
en ef að þetta er langskóla verkefni , afhverju ekki að fá sér LS1? t.d
Hann yrði allavega ekki leiðinlegri :oops:
Neinei segir svona , en það vantar finnst mér alltaf smá svona video clip í svona myndasyrpu :)
Moli:
sæll Óskar, maður veit aldrei hvað maður gerir, ætla allavega að klára þennan og græja fyrir sumarið en er ekki allt til sölu fyrir rétta upphæð?
Hinsvegar á ég ennþá eftir að eiganst ´69 Mustang fastback eða ´68-´72 Chevy Novu, þannig að það er aldrei að vita. 8)
Gummari:
Duglegur, gaman að sjá myndir af þessu hérna. keep up the good work 8)
zenith:
Töff bill hjá þer Moli en veist þu um 73 frammenda á svona bíl gangi þer vel með þetta
kv jon
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version