Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Plymouth
Elmar Þór:
Síðast þegar ég vissi þá var Gunni ekki búinn með sinn, en sagði að hann þyrfti að fara að bretta upp ermarnar, það var bara pillerý eftir, raða inn í hann og framstæðunni á, glerja og svona eitthvað. Hann var kominn í gang og búið að sprauta reyndar fyrir löngu hehehehe, svakalega flottur bíll hjá honum
Ravenwing:
Haha já það munu vera rúm 5 ár síðan bíllinn var sprautaður...og það í hollum...Gunni vildi dreyfa kostnaði eitthvað svo hann lét málarann taka hurðarnar og svo skott/húdd lokin í sitthvoru hollinu.
Man svo eftir því þegar bíllinn sat inni í þar sem er núna pool stofan og var þá í eigu Bubba gróður gunna, svo þegar vel lá á Bubba var dúknum flett ofan af 427/429(man ekki hvort) mótornum í Mustanginn hans bubba.
stebbi_ingi:
en utaf hann með þetta her.
þá vill eg tjekka hvort eitthver veit um Plymouth Fury Fjagradyra á islandi?
þorkell:
Hér er mynd af Plymothinum árgerð 1957 áður en að ég seldi hann til Keflavíkur ca. árið 1978. Þetta er bíllinn sem er verið að gera upp í Keflavík.
Þessi bíll var orginal með 6 cyl mótor og takkaskiptur. Stimpilstöng kom útúr mótornum í fyrsta bíltúrnum og settum þá 8 cyl mótor í hann úr Desoto 1958 sem ég reif. Sá bíll var 4 dyra hartopp rauður með svörtum vínil. Einnig fór samstæðan af honum á Plymouthinn sem var töluvert öðruvísi en orginal samstæðan meðal annars með tvöföldum ljósum og meiri stuðara en annars sama boddý.
íbbiM:
fallegt boddý, tek samt eftir að hliðarlistarnir á þeim eru nokkuð mismunandi, tveir bílana eru með eins lista, svo er öðruvísi listi á bílnum úr djöflaeyjuni, og svo er sá blái með enn eina útfærsluna,
hvaða útskýringar eru á því?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version