Author Topic: Banna radial dekk  (Read 7281 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Banna radial dekk
« Reply #20 on: April 28, 2007, 22:49:57 »
Quote from: "Kristján Skjóldal"
Ég er kanski að ekki að skilja þetta sport rétt :?  ég hélt að þetta  snérist um að ná sem bestum tima :shock: og ef þú ert að keppa í svona sporti þá kaupir maður dekk sem virka :!: þetta er eins og hlaupari sem tímir ekki að kaupa sér skó :roll:og keppir bara á sigvélum :lol:



Sæll frændi

Það verður nú að meta það sjálfur hvort eitthvað sé til í því sem þú heldur um skilning þinn á sportinu.  En til að svara þessari radialbannhugmynd þinni þá er það nú svo að:
Ég er svo sérvitur að mér finnst ögrun í að prófa að ná sem bestum tímum á dekkjum sem ERU götulögleg vegna þess að það er erfiðara.
Ég er svo gamaldags að vilja keyra keppnistækið mitt til og frá keppni á götulöglegum dekkjum vegna þess að það fellur undir skilgreiningu mína á ekta götubíl.
Ég er svo frekur að telja að keppnistæki á venjulegum radíölum eigi jafnan rétt á að keppa á þessari blessuðu kvartmílubraut og grílljón hestafla tæki á 700" breiðum slikkum.
Ég er svo mikill pervert að mér  finnst meira til koma að sjá bíla á venjulegum radial ná undragóðum tíma en bíla á slikkum.
og ........mér er svo nákvæmlega sama þótt einhverjir kallar og kerlingar hlæja að þessum tilraunum mínum og hneggja í eyru hvers annars í vandlætingartóni eins og kjólprestar á kirkjuþingi.

Stundum er allt í lagi að vera sérvitur, gamaldags og frekur pervert sem er skítsama um hvað öðrum finnst.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Banna radial dekk
« Reply #21 on: April 28, 2007, 22:53:31 »
Stjáni, seinast þegar við töluðum saman þá varstu svo ánægður með föstudagsæfingarnar vegna þess að þær settu svo mikið gúmmí niður í brautina  :lol:

Var það svona eins og með ljótu píurnar, radíal dekkin farin að lúkka fín eftir nokkra bjóra  :lol:

 :wink:
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Banna radial dekk
« Reply #22 on: April 29, 2007, 13:35:51 »
já já  :smt030 þetta er mjög gott á föstudögum en ekki laugardögum [-X
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
Banna radial dekk
« Reply #23 on: April 29, 2007, 20:01:26 »
búhúú
Subaru Impreza GF8 '98