Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Dodge challenger 1972 A 290

(1/4) > >>

Psycho:
Ég las hérna um daginn að challenger sem ég átti og gerði upp 1998-2000 sé kominn út á tún til að ryðga niður og satt að segja líður mér ekki vel yfir því þannig að ef einhver þekkir núverandi eiganda og hvort að hann sé falur  væru þær upplísingar vel þegnar. Mig langar að gera hann upp aftur því hann á ekkert minna skilið.

ljotikall:
gamli hans mola?

Anton Ólafsson:
Það er ný búið að tala um þetta.
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=13108&highlight=290
Og hann er ekki til sölu

Moli:
Ég held örugglega að hann sé kominn í skjól, allavega gat ég ekki séð hann á neinu túni þegar ég tók nokkra rúnti um sveitabæi í nágrenni Akraness ekki alls fyrir löngu. Vonum það allavega.

Psycho:
Það væri gott að heyra frá eigandanum hvort hann sé kominn í skjól og að það verði eitthvað gert,
En annars er allt til sölu, hann var ekki til sölu þegar ég keypti hann ´98

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version