Sælir félagar.
Sæll aftur Frikki.
Þetta er nú sennilega þarna inni vegna þess að ég notaði MC/ reglurnar og breytti þeim yfir í þennan flokk, og ég lét kveikju kaflann alveg vera.
Það sama má segja um bensínlagnirnar.
Það eru flestir af þessum gömlu bílum með stálröra lagnir, en það skal að sjálfsögðu skoða aðalreglur og fara eftir því sem þar stendur í kafla 1:5.
En annars var "crank trygger" bannað í MC/ á sínum tíma vegna þess að það þótti halda kostnaði niðri.
Já og svo voru þess dæmi að menn voru að nota garðslöngur sem bensínslöngur.
Ertu annars búinn að lesa MC reglurnar sem "samþykkt" var að nota, og bera þær saman við reglurnar sem voru raunverulega í gildi og samþykktar voru á framhaldsaðalfundi 18-12 2003.
Ég auglýsi hér með eftir fundargerð og/eða video/hljóðupptöku af aðalfundinum 15-11 2003 og af framhaldsaðalfundinum sem haldin var 18-12 2003.