Sælir félagar.
Jæja Frikki það var gaman að vita að reglurnar séu áhugamál hjá mér.
Reyndar eru öryggisreglur í spyrnu á þeirri skrá, þar sem ég vil endilega að allir komi heilir heim.
Hvað varðar flokka þá get ég ekki séð að ég hafi komið með breytingar fyrir nema einn flokk sjálfur.
Breytingarnar í GF eru unnar í samvinnu við Nóna.
Tilllögurnar um MC breytingar sló ég af og hvet menn til að halda MC óbreyttum.
Jú ég bjó til einn nýjann MS/flokk þar sem "nostalgían" svífur yfir vötnum.
Nú tilllögurnar eða tilllagan til lagabreytinga er mjög þörf, og það hljóta allir að sjá.
Samanber hvað gerst hefur í valdatíð núverandi stjórnar að tekinn hefur verið inn varamaður fyrir stjórnarmeðlim sem hætti.
Það á sér enga stoð í lögum klúbbsins í dag.
Hinns vegar var það svo hér áður fyrr að kosnir voru tveir varamenn, ef það skildi koma fyrir að einhver þyrfti að yfirgefa stjórnina sem alltaf getur gerst af óviðráðanlegum orsökum.
Hvað varðar SE flokkinn þá var hann hluti af heild eins og hann var, og reglurnar um flokkana voru settar upp.
Með 415-515cid regluni var hann slitinn út úr heildinni að mínu mati, og mig langar að leiðrétta það.
Nú svo hef ég alltaf haft taugar til SE/flokksins því að það var sá flokkur sem ég sjálfur byrjaði að keppa í
Endilega fræðið mig á því hvar er verið að:
gjörbreyta öllum forsendum.
í SE/flokki
Eg líka hvernig forsendur eru öðruvísi erlendis en hérna hvað reglur varðar.
Ég mynni ennþá og aftur á að þetta eru tilllögur að reglum.