Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Breyingatillögur við SE flokk

<< < (3/16) > >>

1965 Chevy II:
Þú veist það nú vel hvað menn geta og hafa hártogað.
Reglur þurfa að vera 100% svo það sé ekki vesen,td stendur í reglunum núna Hámarks vélarstærð 515cid,skýrt og hafið yfir allann vafa. :wink:

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Jú ég veit hvað hægt er að hártoga hvað reglur varðar.

En vissir þú að það sem stendur ekki í reglum er bannað. :!:

Fyrst við erum undir reglum FIA þá er það staðreyndin :!:

Þess vegna ætti þetta að vera nógu fast að orði kveðið.

1965 Chevy II:
Það má vera,en þetta eru óþarfa breytingar og allt of stutt í keppnistímabilið til að vera með breytingar.

Don't fix it if it ain't broken. :wink:

Kristján Skjóldal:
það er til ein lausn á öllu þessu reglu brasi fleiri sek flokkar og öll dýrin í skóginum verða vinir á ný :lol:  :lol:

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Frikki.

Sammála að það sé full stutt í keppnistímabilið fyrir stórar breytingar, en þessar breytingar á SE flokki eru kannski ekki það stórar að það þurfi allir að hlaupa upp til handa og fóta og breyta bílunum.
Þetta var meira hugsað til þess að breyðari hópur ökutækja sem jafnvel þegar eru tilbúin ættu möguleika í flokkinn.

Síðan líka sú staðreynd að með 515cid regluna getur verið erfiðara og jafnvel mjög dýrt fyrir keppendur að flytja sig milli MC og SE flokka.
Einnig verðum við að skoða það að samkvæmt "aðalreglum" 4:2 má ekki ballesta bílana um meira en 2x57kg af "lausri" ballest sem er sennilega það sem flestir myndu nota.

Tökum sem dæmi:
Þú ert með Chevelle í MC/flokki sem er með 454 sem hefur verið "strókuð" um 100cid eins og flokksreglur leyfa og er orðin 554cid.
Síðan ætlar þú að fá að breyta meira og ná betri tímum og vilt fara upp í SE/flokk.
Þá er það ekki hægt með þá vél sem þú ert með :!:
þú verður að fara að eyða miklum peningum í að smíða aðra vél fyrir SE/ flokkinn. :!:

Annað dæmi:
Bíll með 416cid vél  og er 1350kg með ökumanni.
Hann þarf að ballesta um 200kg til þess að komast í SE/flokk samkvæmt núverandi reglum, en má bara samkvæmt "aðalreglum" 4:2 ballesta um 114kg (erum að tala um svokallaða "lausa ballest).
Þannig að viðkomandi þarf að fara að sjóða plötur og stífur í bílinn til að ná þessum 86kg til að passa í flokkinn eins og hann er núna. :!:

Þetta tel ég vera eitt af því sem gerir endurnýjun í þessum flokkum frekar litla og minni en ella ef þessi regla um hámarksstærð yrði rýmkuð.

Þá finnst mér að það megi breyta þyngdarmörkum og setja eitt nýtt mark fyrir minnstu vélarnar, og til að reglurnar séu í samhengi við reglu 4:2 í "aðalreglunum".

Þó svo að þessi breytinga hugmynd verði samþykkt þá er ekkert í henni sem neyðir einn eða neinn til að breyta sínum bílum.
Þeir sem hafa verið að keppa í SE/flokki ættu að verða jafn samkeppnisfærir og þeir voru.
Það eina er að þeir myndu fá fleiri til að keppa við, sem hlýtur að vera skemmtilegra fyrir alla. :!:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version