Poll

Mótorhjólakeppnisflokkar

Hafa allt óbreytt!
5 (29.4%)
Breyta flokkunum!
0 (0%)
Bæta við stock flokkum!
3 (17.6%)
Bæta við 9.90 og 10.90 flokkum (eftir að sátt næst um tímana)
6 (35.3%)
Bæta við stock, 9.90 og 10.90 flokkum
3 (17.6%)

Total Members Voted: 17

Voting closed: April 09, 2007, 14:19:57

Author Topic: 9.90 og 10.90 eða stock flokkar  (Read 3675 times)

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
9.90 og 10.90 eða stock flokkar
« on: March 10, 2007, 14:14:58 »
Sæl öll sömul,

Þar sem að umræðan í nokkur ár hefur verið að fá fleirri keppendur og flestir  hafa stungið upp á að við breytum flokkunum til að sjá hvort að það hvetji fleirri keppendur til að mæta, eða banna eitthvað.

Höldum flokkunum og bætum öðrum við.

Það sem að flestir hafa stungið upp á er að banna allar eða flestar breytingar og keyra stock flokka.

Bætum stock flokkum við og sjáum hvort að það verði mæting í þá.

Ekki tel ég að það verði góð mæting  vegna  þess að það er mikill munur á tegundum og stock hjólum á milli ára og því myndu einungis þeir mæta sem eiga það nýjasta og öflugasta hvert ár og grunar mig að það væru c.a. 2 hjól sem að myndu mæta. Þeir sem eiga 1-3 ára hjól sem eru ekki eins kvartmíluvæn, myndu detta út vegna þess að þeir sem að eiga þau vilja ekki nýtt hjól eða eiga ekki 300.000 - 600.000 til að endurnýja og mega ekki uppfæra sín hjól með breytingum.

Þannig að þessi flokkur yrði ekki að neinu leiti frábrugðin hinum flokkunum að því leiti að sá sem vill eyða flestum krónum á meiri möguleika á sigri.

Bætum 9.90 og 10.90 flokkum við og sjáum hvort að það sé mæting í þá.

Þeir flokkar eru uppbyggðir á því að öll hjól geta verið með og starta allir á jöfnu. Sá sem kemur fyrstur í mark vinnur, nema að hann fari undir tíma flokksins og dettur hann þá út úr keppni þann dag án stiga og fer í keppnisbann í eina keppni eða út árið (fer eftir reglum)

Mjög margar tegundir geta náð nálægt 9.90 og geta því mörg hjól keppt í þessum flokki, óháð vélarstærð. sem dæmi stock ZX10 - 12R, GSXR1000 - 1300, R1, CBR1000RR og mörg eldri hjól sem eru mismunandi breytt.

Þessi flokkur þarf ekki að vera 9.90 heldur er hægt að hafa hann 9.00 - 11.00 bara eftir því sem að menn ná sátt um.
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
9.90 og 10.90 eða stock flokkar
« Reply #1 on: March 10, 2007, 21:26:18 »
Mér líst vel á 9.90 og 10.90 flokka, gerir fleirrum kleift að keppa, án þess að vera með hjól uppá 1500þús eða meira.

Ég er sammála því að stock flokkar eru varla raunhæfir ef að ekkert má gera, þá er hætta á að einungis menn með nýjustu hjólin mæti.  Það sem að mér finnst raunhæfara er að hafa "stock" flokk með reglum sem að leyfa einhverjar mótorbreytingar/púst/PC(það er óraunhæft að fara að rífa hjól í frumeindir eftir keppnir, eins og gert er úti til að athuga hvort menn séu að svindla) en lengingar, rafskiptar og götuslikkar(MT og dekk eins og supercorsa) eru ekki leyfðir, þ.e.  hjól sem að líta út eins og stock.
  Það gæti verið skemmtilegur flokkur, þar sem að ökumaðurinn myndi skipta meira máli en hjólið. Það er miklu auðveldara að spyrna lengdu, ströppuðu hjóli á slikka, en hjóli með orginal lengd milli hjóla og á götudekki.

Offline 1000cc

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 149
    • View Profile
9.90 og 10.90 eða stock flokkar
« Reply #2 on: March 12, 2007, 17:55:09 »
sæll Palli ef það eiga að vera stock flokkar þá ætti ekki að leyfa: powercommander,flækju eða aðrar breytingar..........bara að hafa þau eins og þau koma úr búðinni...og svo ertu farinn að tala um að banna götudekk(supercorsa)


hvar endar þetta bara mæta og vera með........
Ólafur Friðrik Harðarson
olafurfh@internet.is
Yamaha R6 1/4 10.187@136.52
Yamaha R1 1/4 9.220@148.51  1/8 5.956@121.30
King of the street 2011

Offline PHH

  • In the pit
  • **
  • Posts: 66
    • View Profile
9.90 og 10.90 eða stock flokkar
« Reply #3 on: March 12, 2007, 20:27:47 »
Quote from: "1000cc?"
sæll Palli ef það eiga að vera stock flokkar þá ætti ekki að leyfa: powercommander,flækju eða aðrar breytingar..........bara að hafa þau eins og þau koma úr búðinni...og svo ertu farinn að tala um að banna götudekk(supercorsa)


hvar endar þetta bara mæta og vera með........



Sæll Diddi

Ég veit að slikkarnir og lengingarnar eru þínar ær og kýr  :wink:  held að lengri R6 hafi vart sést nokkurstaðar, hvorki fyrr né síðar  :lol:

Ég vil hafa bæði, alvöru flokka sem leyfa nánast allt og hina sem að leyfa minna.
Það sem að ég er að hugsa eru einhverskonar Supersport reglur s.s: púst, PC, þynnri heddpakkningar osfr.( sem er ekki að gera mikið fyrir kvartmílutíma, í höndunum á áhugamönnum)

Og já ég vildi helst sjá flokk sem væri þannig að hjólin væru eins og menn eru að keyra þau á götunni.

Hvað Supercorsuna varðar, þá eru bílaflokkar sem að banna DOT merkta götuslikka svo að mér finnst svipaðar reglur í hjólaflokkum alls ekki svo langsóttar.

Ég man ekki eftir öðru en að þú hafir verið farinn að keppa upp fyrir þig til aðhafa einhvern til að keppa við, ekki satt?
Fyrir mér er tíminn í sjálfu sér ekki aðalatriðið, mér finnst bara gaman að spyrna á mótorhjólum og því fleirri sem ég hef til að keppa við, því betra. Ég hef sjaldan skemmt mér eins mikið uppá braut og í hjólamílunni í fyrra. Ég vann ekki og var tölvert frá mínum bestu tímum(ZX-9(135hp) er fljótara en ZX-10(160hp) ef að ekkert er gert við hjólin :wink: ), en það var hellingur að hjólum og allir höfðu gaman af.
Það er nú bara málið, við þurfum einhvernvegin að ná þessum hjólum upp á braut.


Kv
Palli

Ps. ertu ennþá með KTM? Ef svo er þurfum við endilega að fara að drullumalla eitthvað :wink:

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
9.90 og 10.90 eða stock flokkar
« Reply #4 on: March 13, 2007, 08:27:51 »
Bætum 9.90 og 10.90 flokkum við.

Þeir flokkar eru uppbyggðir á því að öll hjól geta verið með og starta allir á jöfnu. Sá sem kemur fyrstur í mark vinnur, nema að hann fari undir tíma flokksins og "dettur hann þá út úr keppni þann dag án stiga og fer í keppnisbann í eina keppni eða út árið (fer eftir reglum) "

Það þarf nú varla að hafa eitthvað svona með !!! Venjulega tapar sá sem fer "meira" undir tíma en fær sín stig engu síður, því að báðir geta farið undir tíma.  Þessir flokkar eru líka fyrir ÖLL faratæki.  

Ég keyrði 10.90 og það var þrælerfitt, fór undir tíma og tapaði.

stigurh

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
9.90 og 10.90 eða stock flokkar
« Reply #5 on: March 13, 2007, 17:21:37 »
Hugmyndin með þessum flokkum er að hópa saman hjólum sem geta náð nálægt þessum fasta tíma, en ekki fyrir hjól sem geta keyrt langt undir þessum tíma.

Ef að þú getur farið undir þennan tíma átt þú að skrá þið í opin keppnisflokk, annars er hættan að þetta endi sem einskonar bracket.

Þá geta þeir sem eiga stutt í að vera nálægt þessum tíma breytt hjólinu eins og þörf er á til að vera rétt undir þessum tíma.

Ekki er það spennandi að vera á tæki sem að er c.a. 0.5 sec frá þessum tíma að keppa við hjól sem er mun öflugra og passar sig bara á að keyra rétt fyrir framan þig í mark og samt plenty safe.

Aðalkvörtun keppenda er að það er ekki gaman að keppa við mun öflugri hjól og þess vegna er bannið, til að þau hjól sem geta farið undir þennan tíma fari frá keppni stigalaus og í eins eða fleiri keppna bann
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline 1000cc

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 149
    • View Profile
9.90 og 10.90 eða stock flokkar
« Reply #6 on: March 14, 2007, 17:22:52 »
Sæll palli  jú ég á ktmið ennþá við þurfum að hjóla við tækifæri

kv.Diddi
Ólafur Friðrik Harðarson
olafurfh@internet.is
Yamaha R6 1/4 10.187@136.52
Yamaha R1 1/4 9.220@148.51  1/8 5.956@121.30
King of the street 2011