Author Topic: Myndir af nýja tækinu  (Read 3500 times)

Offline spiderman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« on: March 13, 2007, 19:06:27 »
Ég keypti mér nýjan bíl í fyrstu viku ársins, græjuna fékk ég svo afhenta síðasta miðvikudag. Um er að ræða Chevrolet Corvette Coupe árgerð 2001 með glertoppi sem hægt er að taka af. Ég er fjórði eigandi en náunginn sem seldi mér bílinn var búinn að eiga hann síðan sumarið 2003. Bíllinn er mjög góðu standi enda einungis keyrður 36 þús mílur. Krafturinn í þessu er ótrúlegur enda er bíllinn einungis 1458 kg og búinn 5,7 lítra V8 (LS1) vél sem skilar 350 hestöflum og togar  360 lb-ft við 4.400 snúninga. Skv. uppgefnum tölum á netinu nær C5 sjálfskiptur 100 km hraða á 4,9 sekúndum.

Ég er búinn að leita að C5 í 3 ár og var nærri búinn að kaupa alveg eins bíl fyrir 1 og hálfu ári en ég rétt missti af honum. Ég er svolítið pikkí á þessa bíla og það kom aldrei neitt annað til greina en að taka 2001 bíl eða nýrri. En 2001 bíllinn er með Second-Generation Active Handling system sem er nú standard í öllum Corvettum. Auk þess er 2001 bíllinn  350 hestöfl í stað 345 hö í 97-00. Mesta breytingin var þó aukið tog á lægri snúning, en með smávægilegum breytingum og auknu loftflæði var unnt að gera sjálfskiptan 01 bíl jafn sprækan og beinskiptan 00 bíl.

Þetta er vel útskýrt hér

•   300 lb-ft is delivered at 1,000 rpm - 400 rpm earlier than before
•   320 lb-ft is delivered at 1,400 rpm - 800 rpm earlier than before
•   340 lb-ft is delivered at 2,500 rpm - an amazing 1,400 rpm earlier than before
•   Maximum torque of 360 lb-ft for automatics, 375 lb-ft for manuals, arrives at 4,400 rpm.

Planið var alltaf að kaupa beinskiptan bíl en þegar ég datt niður á þennan gat ég ekki sett það fyrir mig þar sem Navy blue metallic hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og felgurnar undir bílnum eru að mínu mati þær flottustu sem GM bauð uppá á þessum tíma.

Bíllinn er mjög vel búinn og má þar nefna

Bose hljóðkerfi
12 diska magasín
Skjávarpi sem varpar hraðamæli og öðrum upplýsingum á framrúðuna
Rafmagn í öllu með minni
Tölva sem sýnir fáránlegustu upplýsingar


Þessi bill er algjör ruddi og ólíkur öllum +300 hestafla bílum sem ég hef prófað. Hröðunin er fáránleg og frekar funky tilfinning þegar rassinn fer að dansa á 90 km hraða :roll:  Bíllinn er svakalega lágur út af plastsvuntunni og þarf ég að bremsa alveg og láta hann renna löturhægt yfir allar hraðahindranir. Rúðurnar í bílnum eru fallega surtaðar en ég fékk endurskoðun vegna þess og þarf því fljótlega að fara með sköfuna á rúðurnar :twisted:

AddiSTI er mikill snillingur en hann tók meðfylgjandi myndir :!:































Lexus IS 300 árg. 2002

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Myndir af nýja tækinu
« Reply #1 on: March 13, 2007, 19:09:02 »
Var einmitt að dást að þessum niðrí porti um daginn, hrikalega fallegur, til hamingju! 8)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Firehawk

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 450
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« Reply #2 on: March 13, 2007, 20:59:06 »
Schmekklegt!!!

-j
"There is a fine line between hobby and obsession and I think I crossed it!"

Jóhann Sigurvinsson
1994 Pontiac Firebird Trans Am Firehawk Pilot car #02
1997 Pontiac Grand Prix GTX Clone
1973 Pontiac Firebird Project
2007 GMC Acadia

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Myndir af nýja tækinu
« Reply #3 on: March 13, 2007, 21:02:13 »
Þessir bílar eru gríðarlega flottir og lítill fugl hvíslaði að mér að það væri svakalegt að aka Z06 á brautinni..........múhahahhahaaaa..........


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« Reply #4 on: March 13, 2007, 21:04:22 »
Til hamingju með Vettuna,flottur litur 8)
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
Myndir af nýja tækinu
« Reply #5 on: March 13, 2007, 21:47:47 »
Góður, til lukku með fallegan bíl.

Kveðja, Jonni
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3

Offline moparforever

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« Reply #6 on: March 13, 2007, 21:59:18 »
til hamingju með þennann
Gunnþór Ingólfsson S:824-4484

Dodge Coronet 500 1967 383 SELDUR
Dodge Dart Swinger 1970 slant-six Dáinn
Harley V-ROD 2003
it´s MOPAR or no car so it´s no car

Offline Jói ÖK

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 652
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« Reply #7 on: March 13, 2007, 22:01:33 »
Quote from: "Nóni"
Þessir bílar eru gríðarlega flottir og lítill fugl hvíslaði að mér að það væri svakalegt að aka Z06 á brautinni..........múhahahhahaaaa..........


Kv. Nóni

Er þetta Z06? er þetta ekki bara venjuleg C5 Corvetta? :oops:
Jóhannes Örn Kristjánsson - S:8494309
Volvo 240R '88 - 4.6 32V V8 Supercharged/Tremec 3650 (smíðismíð)
Jeep Cherokee XJ '95 - 4.0HO (Sörvisbíllinn)

Offline spiderman

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 18
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« Reply #8 on: March 13, 2007, 22:41:04 »
Quote from: "Jói ÖK"
Quote from: "Nóni"
Þessir bílar eru gríðarlega flottir og lítill fugl hvíslaði að mér að það væri svakalegt að aka Z06 á brautinni..........múhahahhahaaaa..........


Kv. Nóni

Er þetta Z06? er þetta ekki bara venjuleg C5 Corvetta? :oops:


Þetta er "Venjuleg" C5 Vetta, Z06 er öðruvísi í laginu :!:

Lexus IS 300 árg. 2002

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« Reply #9 on: March 14, 2007, 00:05:12 »
Til lukku mjög flottur,sá einn svona taka smá á því um daginn en hann slídaði hringtorgið í Laugardalnum á þvílíkri siglingu greinilega þokkalegasti driver þar á ferð,sá var að mér sýndist gullsanseraður og hljóðið í bílnum var geggjað.... :)
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline GonZi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 225
    • View Profile
Myndir af nýja tækinu
« Reply #10 on: March 14, 2007, 15:25:40 »
Djöfull er hann agalega flottur maður...til hamingju með hann
Gísli Jónatan Pálsson

Jeep Grand Cherokee limited