Ég keypti mér nýjan bíl í fyrstu viku ársins, græjuna fékk ég svo afhenta síðasta miðvikudag. Um er að ræða Chevrolet Corvette Coupe árgerð 2001 með glertoppi sem hægt er að taka af. Ég er fjórði eigandi en náunginn sem seldi mér bílinn var búinn að eiga hann síðan sumarið 2003. Bíllinn er mjög góðu standi enda einungis keyrður 36 þús mílur. Krafturinn í þessu er ótrúlegur enda er bíllinn einungis 1458 kg og búinn 5,7 lítra V8 (LS1) vél sem skilar 350 hestöflum og togar 360 lb-ft við 4.400 snúninga. Skv. uppgefnum tölum á netinu nær C5 sjálfskiptur 100 km hraða á 4,9 sekúndum.
Ég er búinn að leita að C5 í 3 ár og var nærri búinn að kaupa alveg eins bíl fyrir 1 og hálfu ári en ég rétt missti af honum. Ég er svolítið pikkí á þessa bíla og það kom aldrei neitt annað til greina en að taka 2001 bíl eða nýrri. En 2001 bíllinn er með Second-Generation Active Handling system sem er nú standard í öllum Corvettum. Auk þess er 2001 bíllinn 350 hestöfl í stað 345 hö í 97-00. Mesta breytingin var þó aukið tog á lægri snúning, en með smávægilegum breytingum og auknu loftflæði var unnt að gera sjálfskiptan 01 bíl jafn sprækan og beinskiptan 00 bíl.
Þetta er vel útskýrt hér
• 300 lb-ft is delivered at 1,000 rpm - 400 rpm earlier than before
• 320 lb-ft is delivered at 1,400 rpm - 800 rpm earlier than before
• 340 lb-ft is delivered at 2,500 rpm - an amazing 1,400 rpm earlier than before
• Maximum torque of 360 lb-ft for automatics, 375 lb-ft for manuals, arrives at 4,400 rpm.
Planið var alltaf að kaupa beinskiptan bíl en þegar ég datt niður á þennan gat ég ekki sett það fyrir mig þar sem Navy blue metallic hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og felgurnar undir bílnum eru að mínu mati þær flottustu sem GM bauð uppá á þessum tíma.
Bíllinn er mjög vel búinn og má þar nefnaBose hljóðkerfi
12 diska magasín
Skjávarpi sem varpar hraðamæli og öðrum upplýsingum á framrúðuna
Rafmagn í öllu með minni
Tölva sem sýnir fáránlegustu upplýsingarÞessi bill er algjör ruddi og ólíkur öllum +300 hestafla bílum sem ég hef prófað. Hröðunin er fáránleg og frekar funky tilfinning þegar rassinn fer að dansa á 90 km hraða
Bíllinn er svakalega lágur út af plastsvuntunni og þarf ég að bremsa alveg og láta hann renna löturhægt yfir allar hraðahindranir. Rúðurnar í bílnum eru fallega surtaðar en ég fékk endurskoðun vegna þess og þarf því fljótlega að fara með sköfuna á rúðurnar
AddiSTI er mikill snillingur en hann tók meðfylgjandi myndir