Kvartmílan > Mótorhjól
newton metrar
Kiddihaf:
En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.
Öddi:
Ég hef nú alltaf litið svo á að það er ekki slæmt að hafa smá tog í hippanum til að vega upp á móti lítilli hestaflatölu :wink:
Það er bara eitthvað við það að rúnta í 5 gír á 30 kmh og geta gefið í og finna togið sem hippinn er að gefa þér :twisted:
Þetta er ekki hægt á þeim plastgræjum sem ég hef verið að keyra.
Endilega ef ég fer með rangt mál þá má í öllum bænum leiðrétta mig.
Unnar Már Magnússon:
--- Quote from: "Kiddihaf" ---En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.
--- End quote ---
:shock: án togs eru engin hestöfl :wink: því hestöfl eru margfeldi af togi (lb-ft) og snúning vélar (rpm) deilt með 5252 8)
Kiddihaf:
Já þetta er nú reyndar mikið útbreiddur misskilningur að það sé togið sem ýtir hjólinu áfram þegar gefið er inn. Það er aflið þ.e. hestöflin sem ýta hjólinu áfram á öllum snúningsskalanum hvað sem toginu líður. Togið vinnur raunar gegn hestöflunum þegar gefið er inn. Ástæðan er sú að tog er ekki kraftur heldur orka. Togið er hreyfiorkan sem býr í mótornum þegar hann snýst. Ef mótor hefur mikið tog þ.e. hann safnar í sig mikilli hreyfiorku þegar hann fer á snúning þá er hann jafnframt lengur að vinna sig á upp á snúning miðað við mótor með sama hestaflafjölda en minna tog. Þess vegna er það verra að hafa mótor með mikið tog ef maður er að sækjast eftir hröðu upptaki því togið vinnur gegn upptakinu. Mótorar með lágan snúningshraða missa hlutfallslega minna afl á lágum snúningi en mótorar með háan snúningshraða og vinna því vel á lágum snúningi .
Hátt tog vinnur gegn hraðabreytingu og hentar því vel í t.d. þungavinnuvélar þar sem það vinnur með mótornum gegn hægingu mótorsins og jafnar þannig álagið á mótorinn.
Kiddihaf:
--- Quote from: "Unnar Már Magnússon" ---
--- Quote from: "Kiddihaf" ---En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.
--- End quote ---
:shock: án togs eru engin hestöfl :wink: því hestöfl eru margfeldi af togi (lb-ft) og snúning vélar (rpm) deilt með 5252 8)
--- End quote ---
Þetta er akkúrat öfugt hjá þér.
Tog Nm (Newtonmetrar) er marfeldi krafts N (Newton) og vegalengdar m (metrar)
Nm er mælieining orku en N er mælieining krafts sem er grunneining hestafla.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version