Kvartmílan > Mótorhjól
newton metrar
baldur:
torque, öðru nafni snúningsvægi er sá kraftur sem vélin veldur. Hestöfl eru svo þessi kraftur í margfeldi af snúningshraða vélarinnar. Því meira torque sem vélin hefur því fleiri hestöfl, því hærri snúningur sem vélin getur skapað þetta torque á, því fleiri hestöfl.
Segjum að við séum með 2 vélar báðar 100 hestöfl, önnur skilar hámarksafli í 5500rpm og hin skilar hámarksafli í 11000rpm. Vélin sem snýst hægar hún þarf meira torque til að skila sama afli.
Ef þú færð vélina sem snýst hraðar til þess að torka jafn mikið og vélina sem snýst hægar, en á sama háa snúningnum þá er hún orðin 200 hestöfl.
Áhrifaríkasta aðferðin til að auka afköst vélar er að auka við torkið, það er gert með því að blása inn á hana lofti (turbo, blower), gefa henni súrefnisríkara loft (nítró) eða auka rúmtakið (stroker, útborun).
Önnur aðferð til þess að auka aflið sem skilar yfirleitt ekki eins miklum árangri er að hækka snúningshraðann sem vélin getur snúist og framkallað fullt torque á. Þetta er gert með heitari knastásum, portuðum heddum, etc.
Kiddihaf:
Ég kynnti mér þetta mál allt saman betur og verð að viðurkenna að ég hef haft algerlega rangt fyrir mér. Það sem ruglaði mig í ríminu er það að tork er gefið upp í Nm sem er mælieining orku og raunar kraftvægis líka sem gildir í tilfellinu með torkið. Sorrý en ég talaði bara út frá minni sannfæringu sem er raunar rétt miðað við að tork sé snúningsmassi eins og Unnar talaði um.
hehe, jæja ég er nú hvorki vélfræðingur né vélaverkfræðingur svo ég get nú afsakað mig með því en þetta var nú samt fróðlegt spjall allavega fyrir mig.
Svo niðurstaðan fyrir þig Öddi minn eftir þetta allt saman er sú: Fáðu þér eins mikið tork og þú getur torgað. :wink:
Brjalæðingur:
Damn, ég sem opnaði mótorinn hjá mér og reif togið úr honum, núna kemst hjólið miklu hraðar og fyrr upp á snúning.
Ertu að segja mér að þetta sé svo bara vitleysa.
Ekki láta dyno-Unnar rugla ykkur !
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version