ShopUSA sér aðeins um flutning á vörunni til Íslands. Þú getur ekki pantað hluti í gegn um þá. Þú pantar hana og lætur senda hana til ShopUSA í Virginiu
Það margborgar sig, ef þig liggur mjög á að fá vöruna, að panta sem mest í einu og panta þá sjálfur, t.d. í gegn um eBay, þó að eBay sé ekkert endilega ódýrasti kosturinn!
Einnig er Eggert nokkur Kristjánsson duglegur að koma pöntunum til Íslands frá USA, hann sér um að setja margar pantanir í einn pakka og senda það síðan allt í einu til Íslands, þannig minnkarðu flutningsgjald ofl. En biðtíminn gæti samt orðið lengri. Það væri ekki óviturlegt fyrir þig að hafa samband við hann, hann heitir 72 MACH 1 hérna á spjallinu.