Sælir,
Eftir úrskurð kæru okkar KK (Agga) til Umboðsmanns Alþyngis verður LÍA dautt apparat hvað haldið þið?
Nú verðum við allavega lausir við að Rabbi komi upp á braut rífandi kjaft og stoppi æfingar hjá okkur. með lögregluna pínda.
Sjáið niðurstöðuna, glæsilegt ekki satt.
GF.
V. Niðurstaða.
Samkvæmt því sem að framan er rakið er það niðurstaða mín að með þeim breytingum á ákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 257/2000, sem gerðar voru með reglugerðum nr. 252/2005 og nr. 673/2006, þar sem tvennum félagasamtökum var falið vald til að veita leyfi til að halda aksturskeppni, hafi vald til slíkra leyfisveitinga, sem samkvæmt 34. gr. umferðarlaga heyrir undir lögreglustjóra, verið framselt til aðila utan stjórnsýslukerfisins og að þetta valdframsal hafi ekki átt sér fullnægjandi stoð í 34. gr. umferðarlaga eða öðrum ákvæðum laga. Þá verður ekki séð að það samrýmist umræddri lagaheimild að samgönguráðherra geti með reglugerð kveðið á um skyldu lögreglustjóra til að veita tilgreindum félagasamtökum þau leyfi sem lögreglustjóri er einn valdbær til að veita.
Samkvæmt 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, skal umboðsmaður tilkynna það hlutaðeigandi ráðherra verði hann þess var að meinbugir séu á almennum stjórnvaldsfyrirmælum. Á þessum grundvelli og í samræmi við niðurstöðu mína hér að framan beini ég þeim tilmælum til samgönguráðherra að hann taki þegar til athugunar hvernig framangreindu reglugerðarákvæði verði breytt þannig að það samræmist lögum og hafi þá þau sjónarmið sem fram koma í þessu áliti til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þá hef ég einnig sett fram í áliti þessu ábendingar um ákveðin atriði sem ég tel þörf á að hugað verði að við boðaða endurskoðun á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni.