Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Diplomat
einar350:
eru til einhverjir dodge diplomat a landinu fyrir utan minn vaentanlega :)
cuda:
Þetta kannski hjálpar eitthvað en ég á einn 1978 2 dyra medalion coupe með T topp svo reif ég einn fyrir stuttu 4 dyra 1978 model. en svo á ég einn 4 dyra le baron 1979 og reif einn 2 dyra le baron 1979 fyrir 1 ári síðan. svo var einn 2 dyra Diplomat inná Geymslusvæði fyrir ca 2 árum .
joihall:
Fallegasti Diplomatinn, er án efa timbraði station vagninn hans Árna Sig., flugstjóra. (Y-507). Annars hljóta að vera ennþá til eitthvað af T-toppunum, sem voru fluttir inn 1979, 7 stk. minnir mig, eftirársbílar, loadaðir af öllu. Heyrði einhverntímann að Sigmund í Vmeyjum ætti einn í bómull.
cuda:
Varðandi T Topp Diplomatin þá er ég með einn af þessum 7
svo er ég með parta úr tveimur sem að voru rifnir þar á meðal
auka t topp þannig að efað það er einn í eyjum þá liggja sennilega
þrír einhverstaðar. en vitiði hvort að Le baronin sé inní þessari tölu
um 7 bíla því ef svo er þá er einn T Topp le baron í Reykjavík
í góðu standi .
joihall:
Þessir bílar voru allir Dodge Diplomat, það fylgdu þessu partíi 2 eða þrír 4ra dyra bílar, ég man eftir einum rauðum, sem var alltaf í Kópavogi, Y19xx eitthvað og öðrum bláum. LeBaron bílarnir voru seinni tíma dæmi, komu bæði nýir frá verksm. og svo hellingur af ´79 eftirársbílum bæði 2 og 4ra dyra.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version