Author Topic: Er LÍA dautt núna?  (Read 2675 times)

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« on: March 09, 2007, 17:19:18 »
Sælir,

Eftir úrskurð kæru okkar KK (Agga) til Umboðsmanns Alþyngis verður LÍA dautt apparat hvað haldið þið?

Nú verðum við allavega lausir við að Rabbi komi upp á braut rífandi kjaft og stoppi æfingar hjá okkur. með lögregluna pínda.

Sjáið niðurstöðuna, glæsilegt ekki satt.

GF.

V. Niðurstaða.

Samkvæmt því sem að framan er rakið er það niðurstaða mín að með þeim breytingum á ákvæði 2. gr. reglugerðar nr. 257/2000, sem gerðar voru með reglugerðum nr. 252/2005 og nr. 673/2006, þar sem tvennum félagasamtökum var falið vald til að veita leyfi til að halda aksturskeppni, hafi vald til slíkra leyfisveitinga, sem samkvæmt 34. gr. umferðarlaga heyrir undir lögreglustjóra, verið framselt til aðila utan stjórnsýslukerfisins og að þetta valdframsal hafi ekki átt sér fullnægjandi stoð í 34. gr. umferðarlaga eða öðrum ákvæðum laga. Þá verður ekki séð að það samrýmist umræddri lagaheimild að samgönguráðherra geti með reglugerð kveðið á um skyldu lögreglustjóra til að veita tilgreindum félagasamtökum þau leyfi sem lögreglustjóri er einn valdbær til að veita.

Samkvæmt 11. gr. laga nr. 85/1997, um umboðsmann Alþingis, skal umboðsmaður tilkynna það hlutaðeigandi ráðherra verði hann þess var að meinbugir séu á almennum stjórnvaldsfyrirmælum. Á þessum grundvelli og í samræmi við niðurstöðu mína hér að framan beini ég þeim tilmælum til samgönguráðherra að hann taki þegar til athugunar hvernig framangreindu reglugerðarákvæði verði breytt þannig að það samræmist lögum og hafi þá þau sjónarmið sem fram koma í þessu áliti til hliðsjónar við þá endurskoðun. Þá hef ég einnig sett fram í áliti þessu ábendingar um ákveðin atriði sem ég tel þörf á að hugað verði að við boðaða endurskoðun á reglugerð um akstursíþróttir og aksturskeppni.
Gretar Franksson.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« Reply #1 on: March 09, 2007, 17:45:35 »
Verða þeir ekki áfram með rallið?
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Gretar Franksson.

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 200
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« Reply #2 on: March 09, 2007, 18:03:13 »
Jú jú þeir hljóta að halda því sem þeir eru góðir í. Þeir eru nú etv ekki alslæmir. Við eigum sennilega ekkert undir þeim lengur og fáum að vera í friði með okkar sport ef við kjósum það.  Það er það besta fyrir okkur.

Okkur hefur farnast best þegar við fáum að vera í friði fyrir öðrum.
GF.
Gretar Franksson.

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« Reply #3 on: March 09, 2007, 18:08:29 »
Já,og svo hafa þeir GoKart-ið líka,það er byrjað á GoKart brautinni í Keflavík og hún á samkvæmt heimasíðu www.lia.is að vera tilbúin í sumar.

En aðalmálið er eins og þú segir að við getum verið eins og rassgatið á Torfa....sjálfstæð eining. :mrgreen:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« Reply #4 on: March 09, 2007, 18:35:55 »
Afhverju ertu Frikki alltaf að blanda honum torfa í allt? :)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline haron

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 22
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« Reply #5 on: March 09, 2007, 18:36:45 »
Sve verða þeir væntanlega með torfæruna ennþá eða hvað?

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« Reply #6 on: March 09, 2007, 18:45:17 »
Quote from: "Racer"
Afhverju ertu Frikki alltaf að blanda honum torfa í allt? :)

Mér bara þykir svo vænt um hann.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Er LÍA dautt núna?
« Reply #7 on: March 09, 2007, 20:19:37 »
Er þessi niðurstaða þá eingöngu fyrir keppnishald KK?Eða líka BA og Torfæruna?
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason