Ég man eftir einum Javelin sem að maður frænku minnar átti. ég var bara polli þegar hann átti hann en sá bíll var grænn með við í mælaborði með keðjustýri "flugvélaskiptingu" og ljóst áklæði. einnig var hann með loftpúða á hásingunni að aftan, var hægt að hækka og lækka. Þetta var fyrir mér geðsjúkur bíll en ég veit til þess að hann endaði ævi sýna sem riðhrúga á bakvið skemmu í sandgerði. fyrir nokkrum árum var sú skemma rifinn og sá ég þar grind og leifar af grænu boddýi. Eftir því sem ég best veit þá var því fargað. Getur verið að þetta er sá sami?, veit einhver um hvaða bíl ég er að tala?