Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Pink Panther

<< < (4/6) > >>

challenger70:
Hann er flottur liturinn á Cudunni.  Verst að sjá hana ekki á götunni í sumar.  Til hamingju með verkið bræður.

sr

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Þar sem Þórhallur (Doctor-Mopar) var að setja hér inn mynd af Barracuda bíl þeirra bræðra.
Þá fannst mér alveg tilvalið að setja inn mynd af Challenger 1970 með 440cid vél sem þeir bræður gerðu upp  1982-4 að mig mynnir (þórhallur endilega leiðréttu mig ef þú ert með árin á hreinu).
Á þessari mynd er bíllinn nýkominn úr skoðun eftir uppgerðina. 8)

Moli:

--- Quote from: "429Cobra" ---Sælir félagar. :)

Þar sem Þórhallur (Doctor-Mopar) var að setja hér inn mynd af Barracuda bíl þeirra bræðra.
Þá fannst mér alveg tilvalið að setja inn mynd af Challenger 1970 með 440cid vél sem þeir bræður gerðu upp  1982-4 að mig mynnir (þórhallur endilega leiðréttu mig ef þú ert með árin á hreinu).
Á þessari mynd er bíllinn nýkominn úr skoðun eftir uppgerðina. 8)
--- End quote ---


Flottur! 8) Þetta er þá væntanlega bíllinn sem var í Eyjum og síðan í eigu Kidda J, og er víst hjá Gulla á Flúðum núna. En var þessi bíll original með Shaker?

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Maggi.

Það er rétt hjá þér með þá sem hafa síðan átt bílinn, að því er ég best veit svona án þess að ég hafi verið að fylgjast með þessum bíl neitt sérstaklega.

Eftir því sem að ég best veit var þessi bíll ekki original með "Shaker".
En þetta "Shaker scoop" sem er á honum þarna er original.

Doctor-Mopar:
Takk fyrir þessa myndina af gamla bílnum Hálfdán

Mér sýnist þessi mynd hafa verið tekin áður en bíllin fór í klessu og var gerður upp.

Við settum á hann járnhúdd og centerline felgur eftir uppgerðina.
Annars er orðið svo langt síðan og minninu farið að förlast

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version