Author Topic: Innflutningur á bílum..  (Read 2202 times)

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Innflutningur á bílum..
« on: February 28, 2007, 14:39:13 »
Ég er aðeins að skoða þessi verð..

Ef maður skoðar smá Shopusa.is þá er það heldur dýrt  :shock:
Ef ég set inn 10 dollara verð og vel bíl með stærri vél en 2000...
Kostar það 437.187 kr.
Af því er kostnaður við flutninginn 436.512 kr.  :shock:

Svo fór ég að skoða Eimskip.is og svona..
Þar fann ég þetta
http://www.eimskip.is/PortalData/1/Resources/tariffs_gjaldskrar/Innflutningur_fr__USA_-_b_lar.pdf

Og ég skil ekki alveg þessar tölur..  Þar er talað um erlendan kostnað og sjóflutning..  Býst við að ég þyrfi að leggja saman báðar tölur..
Tökum sem dæmi 15-25 rúmmetra bíl þá er það rétt um 200.000 krónur.

Svo koma tollar og vsk og fl ofan á það..  Er þetta virkilega svona dýrt?  :shock:

En frá evrópu er þetta 111.181 kr...  Og sú gjaldskrá er mun skýrari..
http://www.eimskip.is/PortalData/1/Resources/tariffs_gjaldskrar/Innflutningur_fr__EUR.pdf

Prófaði reiknivél BMWkrafts til samanburðar:
Quote
Verð ökutækis í USD:     10      USD
Gengi á USD:    69     ISK
Flutningskostnaður:    200.000     ISK
Stofn til Tolls og Virðisauka:    200.692     ISK
 
 
Tollur(45%):    90.311     ISK
Virðisauki(24,5%):    71.296     ISK
Samtals aðflutningsgjöld:    161.607     ISK
 
 
Stofn til aðflutningsgjalda:    200.692     ISK
Aðflutningsgjöld    161.607     ISK
Ýmis kostnaður við skráningu:    21.864     ISK
Samtals:    384.163     ISK


Samkvæmt þessu eru shopusa þá að taka 150.000 fyrir þetta..?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Innflutningur á bílum..
« Reply #1 on: February 28, 2007, 19:10:47 »
kemur mér ekkert á óvart.

annars er eitt gott við shopusa.. þeir rukka ekkert meðan varan er í vöruhúsinu erlendis svo menn geta geymt vöruna s.s. bíl þarna meðan þeir fá aur til að borga gjöldin hérlendis ;) , veit ekki hvernig plássið er hjá þeim fyrir faratæki en það hlýtur að vera eitthvað með myndavélum og vörðum...

passa bara að gleyma að borga shopusa fyrir flutning í nokkra mánuði hehe og fá fría geymslu :)
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857