Author Topic: Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.  (Read 2309 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« on: February 25, 2007, 00:04:28 »
Tillagan hefur verið dregin til baka af Hálfdáni Sigurjónssyni og ný sett í staðinn.


MS/  (Modefied Standard)– Flokkur.
(Nýr-gamall flokkur!)


Flokkslýsing:
Flokkur fyrir Bíla  með V8 vélar án forþjöppu eða N2O með öllum löglegum götubúnaði virkum.
Ræst skal á jöfnu “full tree”. Öll keppnistæki skulu geta ekið amk 10km þolakstur fyrir hverja keppni(ákvarðast af keppnisstjóra hverju sinni). Þeir keppendur sem ekki ná að ljúka þessu detta úr keppni.
Þyngdarmörk í flokknum eru eftirfarandi:
Með vél að 330cid:   1250kg
Með vél að 380cid:   1350kg
Með vél að 420cid:   1450kg
Með vél að 500cid   1550kg
Allar þyngdir reiknast miðað við ökutæki á ráslínu til búið í ferð með ökumanni!
Öll ökutæki skulu hafa gilda skoðun samkvæmt reglum um gerð  og búnað ökutækja á Íslandi og standast íslensk umferðarlög/reglur.

Vél:
Verður að vera fjöldaframleidd V8 bílvél.
Slagrúmtak véla má ekki vera meira en 500cid.

Blokk:
Vélarblokkir úr áli bannaðar nema að þær hafi verið fáanlegar frá verksmiðju í viðkomandi ökutæki.

Hedd:
Allar tegundir og gerðir hedda leyfðar sem passa á viðkomandi vélarblokk.

Ventlar
Allar leyfðar.

Rockerarmar
Allar gerðir “rockerarma” eru leyfðar.

Ventlagormar
Frjálst val er um ventlagorma, læsingar(retaners), og splitti.

Ventlalok
Frjáls val er á ventlalokum.
Eina krafan um ventlalok er að þau þétti og séu lekafrí.

Kambás:
Allar tegundir og gerðir af kambásum eru leyfðar.

Undirliftur:
Allar þær tegundir af undirliftum.

Tímagír:
Allar tegundir tímagíra leyfðar.


Sveifarás:
Allar tegundir og gerðir sveifarása leyfðar.

Stimpilstangir:
Allar gerðir af stimpilstöngum eru leyfðar.

Stimplar:
Allar gerðir simpla leyfðar.

Stimpilhringir:
Allar tegundir stimpilhringja leyfðar.
 

Olíudæla:
Nota má hvaða olíudælu sem er.
Utanáliggjandi olíudælur leyfðar, verða að vera drifnar af sveifarás.
“Dry sump” olíudælur og kerfi bönnuð.
Nota má hvaða olíu “pick up” sem er þar á meðal sveiflu “pick up”

Olíukerfi:
“Dry sump” olíukerfi bönnuð. Að öðru leyti má nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Olíugöng í vélarblokkum og heddum má grafa út, pólera eða vinna á annan hátt. Nota má hindranir í olíugöng til að stýra olíuflæði frá heddum að sveifarás osf. Festa má net fyrir göt og op þar sem hætta er á að brotnir vélarhlutir gætu komist niður að sveifarás.
Allar breytingar á olíukerfi til að auka endingu véla eru leyfðar.


ELDSNEYTISKERFI

Soggrein:
Nota má hvaða soggrein sem er.
Nota má mest tvo fjögurra hólfa blöndunga (Predator = 4. hólfa blöndungur)
Beinar Innspýtingar eru bannaðar
Forþjöppur bannaðar.
Nitro gas N2O bannað

Blöndungur:
Nota má hvaða blöndung(a) sem er.

Bensíndæla:
Aðeins ein bensíndæla.
Nota má bensindælur sem dæla meiri þrýsting og/eða magni.
Nota má dælur frá hvaða framleiðanda sem er.
Sveifarásknúnar bensíndælur (innspýtinga dælur) bannaðar.

Bensínleiðslur:
Bensín leiðslur skulu ekki vera sverari en 1/2”.
Ef skipt er um bensín lagnir verða nýju lagnirnar að vera úr samskonar efni og þær gömlu.
Mælt er með að bensín leiðslur séu varðar þar sem þær fara framhjá skiptingu kasthjóli/converter, viftuspaða og damper.
Sjá aðalreglur 1:5

Bensínsýur:
Frjást er að nota eins margar bensínsýur og hver vill eða enga. Stærð, lögun og tegund skiftir ekki máli.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að taka sam magn og original tankur.
Ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek og/eða 120mph má nota “eldsneytissellu”

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða menn hvort hann er notaður eða ekki.


Eldsneiti:
Aðeins bensín sem hægt er að kaupa af dælu á bensínstöð leyft.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð.








KVEIKIKERFI:

Kveikja:
Hámark má nota eina kveikju, og skal hún vera annað hvort rafeinda eða platínu.
Magnetu kveikjur skulu vera tengdar við sviss (straumlás) ökutækis.
“Crank trygger” er bannað.
Útslátt og önnur hjápartæki má nota, þó ekki seinkara, biðbox eða önnur tæki sem hjálpa við brautarstart.
GM HEI kveikjur eru leyfðar enda teljast þær til rafeinda kveikju.
Ekki má breyta staðsettningu á kveikju frá original.

Háspennukefli:
Hvaða háspennukefli sem er má nota.

Þræðir:
Allir kertaþræðir orginal eða eftirframleiddir (aftermarked) eru leyfðir.

Kerti:
Allar tegundir kerta (gneistatappa)leyfðar.


ÚTBLÁSTURSKERFI

Flækjur:
Pústflækjur má setja í staðinn fyrir greinar.  
Sverleiki á rörum er 3”mest.
Safnari á pústflækjum (collector) má ekki vera lengri en 60cm.

Púströr:
Púströr skulu ná út fyrir yfirbyggingu bíls svo að hægt verði að fá á þau skoðun.
Sverleiki röra má ekki fara yfir 3” .
H/X-pípa er leyfð.
Hámark tvöfalt kerfi

Hljóðkútar:
Allar tegundir hljóðkúta leyfðar.

GÍRKASSI

Gírkassi
Nota má hvaða beinskiptan fólksbílakassa sem er.
“Clutsh less” gírkassar bannaðir.

Skiftir:
Nota hvaða skiftir sem er.

Kúplingshús:
Sprengihelt kúplingshús samkvæmt staðli æskilegt, og skylda sé bíll kominn ni[ur í 11.99sek/120mph.
Ef notað er standard hús er æskilegt að gólf sé styrkt.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Kúpling:
Nota má hvaða kúplingu og kasthjól sem er.
Fjöldiska kúplingar eru þó bannaðar.
Æskilegt er að kúpling og kasthjól sé samkvæmt staðli. : 2:3, 2:5, 2:6, 2:10, skylda ef ökutæki er komið niður fyrir 11,99sek/120mph
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Sjálfskipting:
Nota má hvaða sjálfskiptingu sem er.
Nota má “trans pack” eða “manual” ventlabox í sjálfskiptingar.
“Trans brake” er bannað.
 Að öðru leiti eru allar breytingar á sjálfskiptingu leyfðar.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Converter:
Nota má hvaða “Converter” (vökvatengsl) sem er.
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

Hlífar:
Æskilegt er að hafa bæði kashjólshlíf og skiptingahlíf samkvæmt staðli, eða löglega mottu utan um skiptingu í keppni.
Skylda ef ökutæki er komið niður í 10,99sek/125mph
Sjá aðalreglur: 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.


DRIFRÁS:

Drifskaft:
Æskilegt er að Baula sé utan um drifskaft á öllum bílum í þessum flokki, og skal hún staðsett samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda og reglum KK.
Baula utan um drifskaft er skylda í öllum bílum sem fara hraðar en 12,99sek eða 100mílur og/eða eru á “slikkum”.
Sjá aðalreglur: 2:4.
(“Slikki”-“slikker”, er nýyrði í íslensku máli og finnst ekki í orðabókum (ca 40 ára gamallt), og er bein þýðing úr enska orðinu “dragslick” og/eða “drag race only tire”)

Hásing&Drif:
Frjálst val er á hásingum sem þýðir að setja má eina tegund af hásingu undir aðra tegund af bíl.
Hásing skal þó aldrei vera lengri eða styttri en sú sem var orginal undir bílnum.
Nota má hvaða drifhlutfall sem er. Læst drif leyfð. Þó er bannað að nota spólulæsingar, soðin eða steypt mismunadrif eru bönnuð.
Æskilegt er að notaðir séu sterkari öxlar og sterkari boltar fyrir felgur.



BÚKKAR & FJÖÐRUN:

Nota má hvaða fjörðunarkerfi sem er.
Staðsettningar punktar fjöðrunarkerfis verða að vera þeir sömu og var frá verksmiðju  
Ekki má færa fjaðrafestingar eða breyta þeim á nokkurn hátt.
Breyta má stífleika fjaðra, gorma, vindustanga osf, bæta má blöðum í blaðfjaðrir eða fjarlægja eftir þörfum. einnig má míkja eða stífa gorma/vindustangir eftir þörfum.

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.
Sjá aðalreglur: 3:5.

Demparar:
Einn virkur dempari verður að vera á hvert fjaðrandi hjól.
Að öðruleiti er hlutfall dempar frjálst og notkunn gasdempara er leyfð.
Ekki má bora dempara eða tappa af þeim vökva eða gasi.















YFIRBYGGING:

Yfirbyggingu má ekki breyta á nokkurn hátt frá upprunalegri smíði frá verksmiðju.
Allar léttingar og plast verða að vera með upprunalegt útlit, eina undantekning er húdd.
Nota má plast húdd.
Nota má áfastar opnanir(scoop) á vélarhlíf.
Innribretti og hjólskálar verða að vera upprunalegar eða eins og upprunalegar og þá úr sömu efnum eins og upprunalega. Allar breytingar á hjólskálum og innribrettum bannaðar.
Undantekning frá þessu eru trefjaplast “roadster” yfirbyggingar (kit) sem eru skráð og á númerum og standast þyngdarmörk.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með fullri innréttingu
Gólfteppi verður að vera á öllu gólfi bíls eða eins og kom frá framleiðanda.
Skifta má út framstólum fyrir keppnisstóla sem þó þurfa að vera í original staðsettningu.
Taka má burt stokk milli framsæta eða hluta hans til að koma fyrir skifti.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga. Ganga verður snyrtilega frá opinu sem myndast þegar hlutar innréttingar eru fjarlægðir.
Staðlaðir keppnisstólar eru skylda í öllum bílum sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílna (200km) hraða.
Allir keppnisstólar skulu festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

Belti:
Allir bílar verða að vera með amk þriggj punkta öryggisbelti.
Þeir bíla sem fara niður fyrir 11,99sek og/eða 120mílur skulu hafa 5 punkta keppnisbelti.


Veltigrind/búr:

Veltigrind er skylda í öllum bílum sem fara 11,99sek og/eða 120mílum (200km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 9,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

Grind:
Allar breytingar á grind eru bannaðar. Þó er leyfilegt að styrkja grindur.

Stýri:
Bannað er að skifta frá orginalstýrisvél(snigill og sektor) og setja í staðinn tannstöng eða öfugt. Leyft er að skifta frá “power stýri yfir í “manual” og öfugt. Minnsta særð á stýrishjóli er 13” (34cm).
Á ekki við um “Kit”  bíla sem eru skráðir og á númerum.


DEKK & FELGUR:

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar. Felgur mega ekki vera minni en 13” og ekki stærri en 16”. Nema að það hafi verið original fáanlegt á viðkomandi bíl árgerð og gerð.
Hafa má hvaða breidd af felgum sem er. Þó mega þær ekki ná út fyrir yfirbyggingu.

Dekk:
Slikkar leyfðir, stærð þeirra má ekki vera meiri en 28” X 9”.
Öll dekk þar sem merkingar framleiðanda hafa verið fjarlægðar bönnuð.
Öll dekk verða að vera fyrir innan innri brún bretta.
Ofangreint gildir líka um framdekk.











ÖKUMAÐUR:

Ökumaður verður að sitja í original staðsettu ökumannssæti og vera með staðlaðan hjám á höfði.
Allir bílar sem fara undir 12,99sek og/eða 100mílum (160km) verða að hafa sæti með háu baki eða höfuðpúða.
Allir bílar sem fara undir 11,99sek og/eða 120mílur (200km) verða að vera með viðurkennda keppnisstóla, sem festir eru samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.
Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli: SFI/Spec 3/2-A-1 skylda í öllum bílum á tímum undir 11,99sek og/eða 120 mílum (200km).
Tregbrennandi keppnisgalli samkvæmt staðli SFI/Spec 3/2-A-5 skylda í öllum bílum sem fara neðar en 9,99sek og/eða 150mílur.


LETUR:

Letur þar með taldar auglýsingar má setja í rúður ökutækis þó ekki þannig að hindri útsýni og skyggi á keppnismerkingar.

Styrktaraðilar:
Styrktaraðilar eru leyfðir.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #1 on: February 25, 2007, 00:33:58 »
Bara nokkuð ánægður með þennan flokk. :)
Hinsvegar er spurning hvort nógu breið flóra af bílum séu til að fylla í alla flokka.
Prik til ykkar koma með hugmyndir.
Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Nostalgía
« Reply #2 on: February 25, 2007, 00:42:56 »
Sælir félagar.  :)

Þessi hugmynd um MS/Flokkin er nú bara svona tilraun til að koma á skemmtilegri "nostalgíu" í keppnirnar! 8)
Þess vegna nota ég gamalt nafn frá fyrstu árum brautarinnar og þar með spyrnukeppna á malbiki.
Ég er alveg sammála að flóran er kannski ekki mikil, en ég verð að viðurkenna að ég er forvitinn að sjá hverjir myndu mæta, veit allavega um nokkra. :wink:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline johann sæmundsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 261
    • View Profile
Breyttur standard?
« Reply #3 on: February 25, 2007, 13:12:44 »
Sælir félagar.

Er búinn að  leita í allan morgunn af gömlu MS reglunum, því miður þá fundust þær ekki. Þær voru þýddar úr Sænsku á sínum tíma .
Í aðaldráttum voru þannig, ótakmörkuð tjúning á vél (innspíting leyfð
þ.e.a.s. hilborne ofl að viðbættri refsingu upp á ca ,2- ,5 sek að mig
minnir.
Það var leyft opið púst og ótakmörkuð stærð á slikkum, Það er spurning
hvort MS ætti að koma á eftir MC eða SE.

Ps mæli með gömlu viðmiðunum, þá er metið 11,58.

kv joi.
Jóhann Sæmundsson.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #4 on: February 25, 2007, 21:47:12 »
kúl að það sé kannski að koma nýrr flokkur
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #5 on: February 26, 2007, 15:10:21 »
ég held að ég passi bara beint í þennann flokk  8)
Agnar Áskelsson
6969468