Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
1966 Charger:
Sælir vinir!
Hálfdán ég átti við þessi dekk:
http://www.americanraceronline.com/racing-tires/passenger.html
Ég er með svona dekk undir Chargernum núna og þau eru álíka langt frá því að vera gerilsneydd radialdekk eins og Framsóknarflokkurinn er vinstri flokkur.
Nóni: Mun stjórnin leggja til reglugreinabreytingar í MC og ef svo er verða þær kynntar á vefsíðu KK?
Góðar stundir
Ragnar
cv 327:
--- Quote ---3. Útborunarlimitið eykur ójöfnuð.
Fram að þessu held ég að flestir keppendur í MC hafi verið með stroker mótora. Þetta slitborunarlimit gerir flesta ef ekki alla slíka mótora ólöglega. Þetta þýðir að KK verður að treysta á nýja keppendur/bíla í flokknum. Því miður veit enginn hvort svo verður. Væri ekki skynsamlegra að setja eingöngu 500 c.i. hámarkslimit á vélarstærð yfir línuna og kannski halda í gildi "viðkomandi bíl, viðkomandi árgerð" til að halda fjörinu við í flokknum? Það mundi örugglega gera keppnina í þessum flokki jafnari og meira spennandi. Eins og grænletraða reglan er í tilllögunni þá bíður hún upp á ójöfnuð; því stærri mótorar sem v.k. bíll kom með frá verksmiðjunni því meiri líkur á yfirburðum (t.d. gæti 440 c.i '68 Barracuda átt mjög góðar stundir í svona flokki). Látum dekkin bara vera krítíska þáttinn í þessu, það ætti að duga. Allt sem gerir keppni jafnari er til hagsbóta fyrir KK. Stóru kappakstursfyrirtækin eins og NHRA og IHRA , eru alltaf að finna leiðir til að jafna keppni innan flokka. Samt vænir engin þau um að vera að reka einhverslags "kommúnístamílu" eins og einstaka sinnum hefur heyrst hérlendis þegar stungið er upp á reglum sem jafna keppni.
--- End quote ---
Getur ekki verið að þeir sem ekki eru búnir að stróka, hafi nefnilega lítin áhuga að mæta á móti stróker-bílunum.
þess vegna er nýi MS flokkurinn góður fyrir þá.
Gunnar B.
1966 Charger:
Cv 327; Problemið er að það er ekki vitað af hverju það eru svona fáir keppendur í MC. Ég er þó viss um að ef til eru 10-20 manns sem tækju sig saman og semdu reglur fyrir keppnisflokk sem þeir vilja keppa eftir þá mundi stjórn KK örugglega taka þeim fagnandi.
Mig langar til að rökstyðja betur fullyrðinguna mína um ójöfnuð með því benda á eftirfarandi bíla sem munu eiga erfitt uppdráttar í MC ef útborunarlimit tillagan verður samykkt:
Chevy Nova ´66-´67. Stærsta vél 327 c.i
Chevy Camaro 1967: Stærsta vél 350 c.i.
Ford Mustang 1965. Stærsta vél 289 c.i.
Ford Falcon 1964. Stærsta vél 289 c.i.
Dodge Challenger 1974. Stærsta vél 360 c.i.
Dodge Dart 1975. Stærsta vél 360 c.i.
Og svo koma hér dæmi um tæki sem gætu dóminerað í flokknum miðað við útborunarlimit regluna:
Chevy Camaro t.d. 1971 með 454 c.i.
Chevy Corvette t.d. 1970 og fleiri árg. 454 c.i.
Ford Mustang Cobra Jet 1968. 428 c.i.
Ford Mustang Super Cobra Jet 1971. 428 c.i.
Plymouth Barracuda 1968, 440 c.i.
Dodge Dart 1968, 426 Hemi.
Mun þessi mögulegi veruleiki fjölga MC keppendum frekar en núverandi reglur? Við höfum því miður engar forsendur til að svara því. En við vitum þó fyrir víst að ef að útborunarreglan verður samþykkt þá verða nokkrir bílar sem hafa keppt í MC ólöglegir þar og það er nauðsynlegt að aðrir keppendur komi í staðinn. Í lýsi hér með eftir þeim!
429Cobra:
Sælir félagar. :)
Sæll Nóni, þetta var hrós ekki last. :!:
Já og svo gleymdi ég að taka fram að þið Gunni gerðuð ykkar reglum góð skil á réttum tíma. :D
En hvað um það.
Það verða allir félagsmenn að fara að lögum félagsins, og stjórn er þar engin undatekning. :!:
7. grein laga klúbbsins er svona:
--- Quote ---7. gr. Breytingar á lögum félagsins og einnig breytingar á keppnisreglum má aðeins gera á aðalfundi félagsins. Til að breytingar á lögum eða reglum félagsins nái fram að ganga þarf, minnst, atkvæði 2/3 hluta mættra félagsmanna. Auglýsa skal tillögur að laga eða reglubeytingum í fundarboði til aðalfundar.
--- End quote ---
Sem þýðir að nú á að ver búið að loka fyrir tilllögur til breytinga á lögum klúbbsins og keppnisreglum. :idea:
Ragnar.
Amercan Racer (aka McReary) eru "bias ply" dekk og þar með bönnuð samkvæmt mínum tillögum.
Hvað varðar stroker málið, þá finnst mér að það að vera ekki með "strókaða" mótora geri þetta svona enn frekar að ekta "Muscle Car" flokki.
Þess vegna kom ég tillögur að MS þar sem "harð kjarna" "Muscle Car" menn gætu leikið sér.
Já og það er best að setja það með að þegar ég skirfað þessar regluhugmyndir þá var eini slagrúmtaksmælirinn sem til var á viðráðanlegu verði frá MrGasket og tók 500cid (MRG-3200)
http://go.mrgasket.com/pdf/tools.pdf
Og þess vegna notaði ég þá stærð til viðmiðunar.
Síðan þá hafa komið mælar sem geta tekið allt upp í 800cid
http://www.precisionmeasure.com/test1.htm
Þannig að það mætti alveg að ósekju hækka stærðina á vélunum.
Hvað finnst ykkur :?:
1965 Chevy II:
--- Quote from: "Nóni" ---
--- Quote from: "429Cobra" ---Sælir Félagar. :)
Sæll Ragnar.
Þessar regluhugmyndir er frá mér komnar, og Nóni var svo elskulegur að láta mig vita að síðasti séns til að skila inn reglum væri á miðnætti þann 24 feb.Og er það samkvæmt lögum klúbbsins.
Mér finnst samt svolítið skrítið að sjá að ég virðist vera sá eini sem hef skilað inn á réttum tíma!
Hvar eru aðrar breytingar og þar með breytingar frá stjórn klúbbsins. :x
Hvað varðar "drag radial" dekkin sem þú spurðir um Ragnar, þá voru þetta þau dekk sem ég fann og voru skráð sem "drag race".
Hvaða fleiri dekk veist þú um. :?: :?:
Það getur verið að eitthvað hafi farið fram hjá mér, en það er einmitt þannig hlutir sem tækninefnd klúbbsins ætti að uppfæra ásamt öryggisreglum yfir tímabilið.
Ég er búinn að berjast fyrir því að sett verði upp tækninefnd sem er óháð stjórninni og keppendum, sem hún verður að vera til að vera laus við þrýsting og geta unnið sitt starf af heilindum.
--- End quote ---
Ekki rétt að ég hafi verið vinsamlegur, svo lét ég þig ekki vita heldur spurðir þú mig :lol:
Þú skalt hafa minni áhyggjur af þeim breytingum sem stjórnin hefur unnið að? Það hlýtur að vera á ábyrgð þeirra sem það verk unnu.
Tækninefnd er þarft mál en enginn hefur hingað til talið sig geta sinnt þeim starfa þegar kemur að aðalfundi og velja skal í slíka nefnd.
Kv. Nóni
--- End quote ---
Fresti til að skila inn tillögum að reglubreytingum er sem sagt runninn út!
Þá eru þetta einu tillögurnar til breytinga sem verða bornar upp er það ekki?
Samkvæmt lögum klúbbsins á að auglýsa tillögur til reglubreytinga í fundarboði til aðalfundar.
Kv.Frikki
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version