Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.

<< < (6/7) > >>

cv 327:
Sæll Hálfdán.
Takk fyrir svör.
Ég er bara að velta upp möguleikum. Td ef breytingartillagan um MC flokk yrði samþykkt en MS ekki Þá væri betur setið heima.
Svo þarf að hafa alveg á hreinu hvaða reglur eru í gildi núna.
Annars er ég sammála þessum breytingum eins og ég hef lýst áður.
Kv. Gunnar B.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Gunnar.

Ég á svo sem ekkert von á því að þessar breytingar í MC/flokki sem ég legg til verði samþykktar :!:
Til þess eru þær að mér finnst helst til rótttækar fyrir flesta, en við skulum nú sjá hvað aðalfundarmenn segja.
Ég er hinns vegar að vonast til að stjórn klúbbsins ákveði að leyfa keyrslu MS flokks  í sumar sem tilraun og þá ekki til íslandsmeistara, það er ef hann verður ekki samþykktur á aðalfundinum sem ég svo sannarlega vona.

Ég reyndar samdi þessar reglur sem smá pakka ef að ný deild klúbbsins sem við höfum gefið vinnuheitið "Muscle Car Deildin" kæmist upp og við gætum haldið ca 4 samkomur í sumar með uppákomum svo sem "swapmeet" sýningu og æfingakeppni, auk þess að hafa rúnt svona einu sinni í mánuði.

En til þess þurfum við fólk sem langar að vera með bæði á nýum og gömlum "Muscle car" bílum :!:

Þröstur:
Sæl verið þið.

Flokkurinn er í lagi eins og hann er. Þessar breytingartillögur færa hann enn lengra frá upprunalegu hugmyndinni,það er flokk fyrir lítið breitta eldri MC bíla og þar sem mikill fjöldi þessara bíla er til,er í uppgerð eða hefur verið fluttur inn undanfarið hafa líkur á líflegum MC flokk í óbreyttri mynd aukist töluvert,en við verðum að átta okkur á því að það rjúka ekki allir upp á braut um leið og þeir fá svona bíla í hendurnar,en ég er viss um að þarna úti eru menn sem langar til að reyna sig við félagana og þessi löngun hverfur ekki hún getur bara magnast þar til menn ráða ekki neitt við neitt og rjúka upp á braut og draga jafnvel með sér félaga en þá verður flokkurinn að vera til!!
Annað sem kemur til með að lífga upp á flokkinn er þegar hægt verður að aka að brautini á bundnu slitlagi,en þegar það verður að veruleika verður flokkurinn að vera til!!

Gefum þessu tíma,látum flokkinn í friði þannig að hann geti vaxið og dafnað.

PS. Tölvustýrðir bílar eiga ekki heima í þessum flokk.
      Þetta er flokkur fyrir þá sem vilja stýra sjálfir.

Kveðja
Þröstur

440sixpack:
Það er alveg með ólíkindum hvað menn geta ruglað um þennan MC flokk aftur og aftur. Bjóða uppá möguleika að setja race convertera og cnc portuð hedd og alles, hvaða heilbrigð hugsun liggur þar að baki, en hafa svo 2,5” púst og radialdekk í framhaldi af standard fjöðrun. Endurskírum þetta í BO flokk BO=BurnOut. Venjuleg Radial dekk í MC er ekki að virka, og leiðinlegt að horfa á. Ætti frekar að banna venjuleg radialdekk á brautinni.

Til hvers að halda spólkeppni á kvartmílubrautinni, menn leika sér að því á götunum, menn settu götuslikka undir bílana sína í MC flokknum til að koma hestunum í malbikið til að ná betri tíma. Fyrir þá sem ekki vita þá er venjulegur og þokkalega preppaður Musclecar með bigblock með 500+ hestafla power.  Venjuleg Radial dekk my ass.

Góða skemmtun.
:lol:

cv 327:
Eru menn ekki að fjarlægjast svolítið þetta með "kappaksturinn af götunum á lokað svæði", með því að leggja til að radíal dekk verði bönnuð?
Það þyrfti að vera til flokkur sem passar fyrir venjulegan MC bíl og annar sem er fyrir vel preppaðan MC bíl.
Bara mín skoðun.
Kv. Gunnar.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version