Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.

<< < (2/2)

Einar Birgisson:
"Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeifir á hvert fjaðrandi hjól. Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar.
Skipta má út gömlum grindarbitum fyrir nýa."


Til hvers er verið að þessu, eru menn kannski komnir á undan reglum í breytingarham, er ekki rétt að menn smíði bíla eftir þeim reglum sem til eru en ekki öfugt.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Einar.

Ég var reyndar búinn að skrifa þessa breytingu hjá mér í fyrra, en hún kemur til af því að það eru komnar margar gerðir af "bolt on" hjólastellum fyrir þessa gömlu bíla.
Mér finnst það mikið öryggisatriði að grinda að framan, hjólastell og bremsur séu eins góðar  og völ er á.
Sérstaklega ef um er að ræða þunga bíla á miklum hraða þar sem mikið mæðir á þessum búnaði.
Það gerðist fyrir nokkrum árum í spyrnukeppni hjá að ég held Fornbílaklúbbnum sem haldin var í Þorlákshöfn að bíll lenti á ljósastaur þegar hann var að bremsa sig niður eftir spyrnu, þar sem grindarbiti hafði hreinlega rifnað upp vegna ryðs.
Ég man nú ekki lengur hvort þetta gerðist í keppninni sjálfri eða eftir keppni, en staðreyndin er bara sú að þetta gerðist og við verðum að læra af svona löguðu.
Við viljum jú að allir komist heilir frá keppni ekki satt. :!:  :idea:

baldur:
Bílar í þessum flokki eru líka oftar en ekki með framhjólin á lofti þegar þeir fara af stað og það getur mætt mikið á original framfjöðrun þegar big block með öllu tilheyrandi skellur niður á framhjólin.

69Camaro:
Sæll Hálfdán

Er ósamála þér varðandi þessar breytingatillögur sem mér sýnast stangast á við annað í þessum reglum. Ég tel að bílar í GF eigi að halda upprunalegri grind að framan. Þú stingur upp á  : " Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeifir á hvert fjaðrandi hjól. "Allar breytinga á framfjöðrun leyfðar. Skipta má út gömlum grindarbitum fyrir nýa. "

Þetta stangast á við :

GRIND:
Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki.
Allar breytingar á grind leyfðar.
“Anti body swaybar” leyft,

Nú getur verið að ég sé að lesa of mikið út úr þínum tillögum, en samkvæmt þeim þá mætti lesa að maður gæti breytt klafa bíl yfir í "Strut " fjöðrun og gæti líka skipt út grindinn fyrir ? rör eða 2x3 grind, ef að svo er þá er flokkurinn kominn yfir í OF, eða nánast " full tube " bíla .

Ég tel að við eigum að halda okkur við upphaflega textan, sem sé original grindur. Ef að menn eru með einhverjar lélegar eða ónýtar framgrindur nú þá verða þeir að færa sig upp um flokk og skipta út grindinni fyri rör eða 2x3 . Skoðanamenn eiga að vera færir um að dæma grindur ónýtar eða óöruggar.

P.S. Þegar að t.d. Kaninn talar um " Backhalf " bíla þá gengur það út á original framenda. Ef hann er farinn þá ertu með eitthvað annað tæki í höndunum .

Með kveðju

Ari

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Ari

Já sennilega ert þú að lesa aðeins of mikið úr þessu, en svo má kannski líta á það að kannski hefði mátt orða þetta þannig að þetta yrði "þrengra".

Það var alla vega ekki hugmyndin að singa upp á því að bílar byggðir á röragrimd ættu að vera í þessum flokki.

Hvað varðar að skoðunar stöðvar séu færar um að skoða grindur, þá eru þær það greinilega ekki.
Það er farið að sónar skoða grindur á keppnisstað í USA ef þurfa þykir.

Ég tók grindarkaflann og fjörðunarkaflann nokkurn veginn beint frá "OSCA Pro Street" flokki:


--- Quote ---Nitrous Express Pro Street Class 2007 Rules & Regulations
Back-half chassis only
After market bolt on  front clip allowed with manufacturers name stamped on it.
After market front suspension components must be in stock location (mounting points may be altered)
Cars originally equipped with struts must mount the strut in the original upper mounting location
--- End quote ---


En eins og ég sagði hér fyrir ofan er ég smeykur við gamlar grindur, og gamlann hjólabúnað.

Hvað hefði til dæmis getað gerst ef Einar Birgisson hefði ekki verið með góða grind og hjólabúnað þegar bíllinn tók hliðarspor prjónandi hér um árið :?:

Höfum öryggið í fyrsta sæti, það þarf ekki að breyta svo miklu til að breyti heilum flokki :!:

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version