Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Mercury Cougar
1966 Charger:
Hérna eru svo djásnin sem eru fjærst á myndinni þinni Anton.
Frá hægri: Umræddur 69 GTS, 70 Challenger 383 Magnum (nú í eigu Gísla Sveinss), vélarlaus og fleimaður Duster sem Moparpabbi setti 383 í skömmu síðar; 66 Charger þarna saklaus með 361 vél; Torino GT, Cobra Jettið, svo 351 ´69 Mustang (þarna í eigu Sigga Geirss) og svo djásnið sjálft sem óþarft er að kynna hér, þarna dregið af æðislegum Dodge Powerwagon. Lengst til vinstri er Guli hraðsuðuketillinn sem bar nafn með rentu á þessu tímabili því hann ofhitaði sig væri hann mikið botnstíginn.
Og finally.. fyrir fornbílakallana glittir á bakvið Shelbyðinn í rútuna sem ekið var um í kvikmyndinni Land og synir. Hún var þarna í eigu Ásgríms á Hafralæk.
Takið eftir að a.m.k. fjórir bílanna eru með volduga drullusokka að framan. Þetta var á pre-tarmac tímabilinu; lítið annað en gravel & mud í boði á þjóðvegum landsins.
Err
Anton Ólafsson:
Ragnar sögur þínar eru æðisgengnar.
Hérna er ég með mynd af sýningunni 1976, þarna er forlátur Kúgar 68, ber reyndar annað númmer.
Ætli þetta sé ekki sami vagninn?
1966 Charger:
Jamm sami.
429 LTD inn hans Dina sem þarna er á myndinni sá ég fyrir stuttu á Flúðum. Hvað ´68 Monaco-inn varðar þá segir sagan að Þegar hann var pantaður nýr til Akureyrar hafi tilvonandi eigandi aðeins sett eitt skilyrði: Að bíllinn hans yrði að vera dýrari en Chargerinn hans Snorra læknis. Sá Charger er ' 66 bíllinn.
Anton Ólafsson:
LTD
Moli:
Alveg hreint með ólíkindum hvað það er gaman að þessum gömlu myndum, sama má segja með orðalagið og sögurnar frá þér Raggi, hreint útsagt magnað! 8)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version