Ég kannast vel við þessa bíla sem TRW er að tala um og öðrum þeirra kynntist ég nokkuð vel.
Þessir bílar voru skráðir 8 manna en ekki 9 eins og einhver skrifaði hér fyrir ofan en hausatalan var oft
vel yfir hámarki miðað við skráningarskirteini.
1982 eða 3 eignaðist bróðir minn Pontiac Catalina Grand Safari árg 1974 og gekk sá bíll undir nafninu
"Káta Lína" 'i honum var 400 motor með krepputor en þetta ferlíki skilaði sér þokkalega vel áfram,
ekkert upptak eins og við má búast af station bíl í oversize flokki en virkilega góður "sprittvagn".
Ég held að TRW sé að tala um að sá bíll hafi verið klessukeyrður en það er ekki alveg rétt.
Hins vegar gjör eyðilagði ég Toyota Carina með því að stanga henni inn í hliðina á Pontiacinum.
Á Pontiacinum þurfti að gera við hurð eftir þetta hnubb og bjarga bróðir mínum undan hanskahólfinu og
reisa við hjá honum stoltið því að við höggið hentist hann úr sætinu og undir hanskahólfið, nóg var
plássið en vesalingurinn vissi ekkert hvar hann var.
Það eru trúlega ekki margir sem hafa villst inni í Pontiac.
Það var gert við þetta tjón á "Kátu Línu" að því marki sem efni og tími leyfðu en Tótunni var hent.
Það er hægt, að sumu leyti, að líkja helgunum á þessum tíma við kirkjusókn.
Við vorum alltaf þeir átta sömu sem mættum um helgar í "Kátu Línu".
Samskotabaukurinn gekk til þess að hægt væri að reka apparatið og afgangurinn rauk úr vösum okkar í "Ríkið" en það þarf varla að taka það fram að messuvínið sem við neyttum var töluvert sterkara og svolgrað af meiri ákefð og sannfæringu en hjá "Séra og Almætti"
Messusóknin var einnig töluvert lengri en gengur og gerist eða frá og með föstudegi til og með sunnudegi og stundum lengur.
Hinn bíllinn var Chevrolet Kingswood árg 73 eða 4 og var um tíma á Egilsstöðum en síðar einnig á
Nesk. Sama boddy, annar framendi og afturljós og mælaborð.
Ég veit ekki með vissu hvaða motor var orginal í þeim bíl, held þó að það hafi verið 400 sbc en þegar hann kemur á Nesk þá var í honum, að mig
minnir, 307 og var þriðji eða fjórði motorinn sem sat í þeim bíl. Ég vona að ég sé að fara með rétt mál.
Káta Lína var grafin nokkrum árum seinna en hvað varð um Kingswood'inn veit ég ekki.
Þetta voru frábærir bílar og væri gaman að sjá svona ferlíki aftur.
Ég man eftir einhverjum gaurum á Ford LTD II station, c.a. 77-8 árg, sem þóttust vera á risa pramma, eins og stórir amerískir voru kallaðir í þá daga, en okkur fannst það frekar vera "julla" miðað við Kingswood og Catalina.
Þetta er ekki sagt til að ergja einhverja "Fordara" heldur til þess að hafa viðmið því að LTD Station er
stór bíll og ekkert til að gera "lítið" úr.
Með kærri þökk og von um málefnaleg innlegg.
Ingi Hrólfs.