Author Topic: Dodge GTS  (Read 9399 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Dodge GTS
« on: February 08, 2007, 13:00:46 »
Á Olds þræðinum sem byrjaði hér er komin umræða um þessa fínu GTS bíla sem komu hingað um 1970.  Þetta eru nú það merkilegir vagnar að það er fullt tilefni að starta bara sérþræði um þá:

Það komu 12 GTS 1969 árgerð hingað til lands allir með 340 vél.  Það sem er hvað merkilegast við þá er að VIN númerin á þeim voru í röð frá 98177297-98177308.  Engin önnur auðkenni voru á VIN númerunum eins og venja var að setja á VIN plöturnar frá Chrysler verksmiðjunum í U.S.A.  Það er vel hugsanlegt að þessir bílar hafi verið fluttir hálfsamsettir frá USA til Evrópu þar sem samsetning var kláruð.  Það sam aðgreindi þessa GTS bíla frá bræðrum þeirra sem runnu beint út úr Hamtramck, Detroit voru hliðarljósin sem voru bæði appelsínugul (á fram- og afturbretti) á bílunum sem komu hingað en þau voru rauð og gul á Detroit bílunum.  Flautan var í stefnuljósarofunum á þessum 12 bílum en í stýrinu á Detroit GTS-unum.  Að auki var einföld klukka í mælaborðinu á GTS unum sem komu hingað en slíkt var ekki að finna í Detroit GTS-unum.  Loks er glerið í þeim merkt fyrirtæki í Hollandi.  Bílarnir voru upphalflega í grænum, hvítum og gráum litum.  Ég er ekki viss um að neinn hafi original verið rauður.  Innflutningi þessara fallegu og spræku vagna ber að þakka ötulu Chryslerumboði sem þá var starfandi undir merkinu Vökull.  Það umboð steytti m.a. hnefann gegn ægivaldi þeirra örfáu skipafélaga sem einokuðu (og hafa enn afl í skjóli fákeppni til að skrifa flutningsreikninga með gaffli) flutninga á bílum hingað til lands þegar Vökull leigði í nokkur skipti sérstök bílaflutningaskip sem komu með Mopar vagnanna heim á kajann á lægra verði.  Sölutölur á Mopar voru háar hérlendis þegar umboðið stóð í blóma enda ekkert betra en Mopar í glímunni við íslenska vegi.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Dodge GTS
« Reply #1 on: February 08, 2007, 16:57:18 »
Ertu með einhverjar ´68 tölur og þá líka þá sem EKKI eru GTS??????
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Dodge GTS
« Reply #2 on: February 08, 2007, 18:23:47 »
Nei ég hef ekkert tekið saman um 68  hardtop bílana en þeir voru þó mun færri (kannski fjórir? aðrir vita það betur en ég).  Það var hægt að fá hardtop Dart í fjórum útfærslum 1968:
Dart.- Bara 170 og 225 c.i. sexur í boði í þá.
Dart 270.- Vélar: slant six 170 c.i og 273 @ 190 hö.
Dart GT -(lúxus útgáfa af 270 týpunni með sömu vélum)
Dart GTS- með standard vélina sem 340 @ 275 hö. en 383 @ 300 hö. var option.  Svoleiðis bíll er til hér.
GTS bílarnir voru með styrktri fjöðrun, redline dekkjum og bumblebee rönd.

Ég er með upplýsingar um feril margra 69 GTS-anna þannig að ef einhver sem málið er skylt sendir mér VIN númerið þá skal ég senda til baka það sem ég hef.

Mér dettur í hug ein saga af þessum GTS-um.  Það var fagran sunnudagsmorgunn sirka 1980 að á planinu við Essonesti á Akureyri stóð yfirgefinn GTS, með kaðalspotta framan úr sér og planið undir vélinn löðrandi í olíu.  Sagan segir að norðlenskir drengir höfðu keypt bílinn þessa helgi og haldið heim á laugardegi eftir að búið var að lesta bílinn (af víni).  Þetta var áður en  klæðning var komin á þjóðveg 1 þannig að ekki var mikið hægt að prófa hinn nýkeypta farkost og þó..........brýrnar voru steyptar.  Það var semsagt stoppað við hverja einustu brú, liðinu hleypt út í misjöfnu ástandi og svo var bara tekið burnout yfir á meðan hirðin blandaði. Þetta hafa verið svona upp undir 20 burnout og skammt norðan Akureyrar tók 340 vélin sér hlé frá störfum.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline moparforever

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Dodge GTS
« Reply #3 on: February 08, 2007, 22:10:11 »
gaggi getur ekki verið að þessir ágætu bílar hafi komið frá Israel sem seinniársbílar? og maður sem vann í umboðinu og seldi mér einn, sem sveinn rafnsson ekur í dag, á sínum tíma sagði mér að þeir hefðu verið 19 en ég sel það mjög ódýrt þar sem hann virtist ekkert leggja mikið uppúr sannsögli (allavega ekki þegar hann lýsti gripnum) eitt enn voru þeir ekki allir með snúningshraðamælir fremst á stokknum sem ekki var í öllum?
Gunnþór Ingólfsson S:824-4484

Dodge Coronet 500 1967 383 SELDUR
Dodge Dart Swinger 1970 slant-six Dáinn
Harley V-ROD 2003
it´s MOPAR or no car so it´s no car

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Dodge GTS
« Reply #4 on: February 09, 2007, 00:00:25 »
Jú þetta voru víst einhverslags seinni árs bílar að því leyti að þeir komu ekki hingað á framleiðsluárinu.  Ég er ekki með þetta með snúllarann á hreinu, en efast um að bílarnir hafi komið frá Ísraelsríki.  Sjáðu til þessi VIN sem vantaði framan á sá ég líka á 67 Dart GT 273 HP sem ég átti og mig minnir að samakonar VIN hafi líka dúkkað upp á innfluttum Mopar vögnum í Svíþjóð.
Ég hef hingað til veðjað á að lokasamsetningin hafi farið fram utan USA og þar sem glerið í þeim er með stimpla frá fyrirtæki (Staalglas) í Amsterdam þá er nærtækt að álykta Evrópu en það er engin sönnun.  Mopar var alltaf með mjög sterka sölu í Frakklandi og Spáni á þessum árum og bestu löggubílarnir sem Svíar hafa átt (sorrý Volvo fans) voru Plymouth Valiant.
Það væri gaman ef einhver sem veit þetta örugglega getur frætt okkur.
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
Dodge GTS
« Reply #5 on: February 09, 2007, 09:20:10 »
Ég þekki náunga sem var að vinna í Vökli 75 til 77.
Hann sagði að þegar þessir GTSar komu í service
til þeirra þá var slegist um að fá að taka í
þann beinskifta 8)
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Dodge GTS
« Reply #6 on: February 09, 2007, 14:24:25 »
Ég vissi útfærslunar en var að spá í hve margir ´68 H/T hefðu komið hingað til lands.

Takk fyrir svörin  :D
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Re: Dodge GTS
« Reply #7 on: February 14, 2011, 15:58:30 »
Nei ég hef ekkert tekið saman um 68  hardtop bílana en þeir voru þó mun færri (kannski fjórir? aðrir vita það betur en ég).  Það var hægt að fá hardtop Dart í fjórum útfærslum 1968:
Dart.- Bara 170 og 225 c.i. sexur í boði í þá.
Dart 270.- Vélar: slant six 170 c.i og 273 @ 190 hö.
Dart GT -(lúxus útgáfa af 270 týpunni með sömu vélum)
Dart GTS- með standard vélina sem 340 @ 275 hö. en 383 @ 300 hö. var option.  Svoleiðis bíll er til hér.  GTS bílarnir voru með styrktri fjöðrun, redline dekkjum og bumblebee rönd.

Ég er með upplýsingar um feril margra 69 GTS-anna þannig að ef einhver sem málið er skylt sendir mér VIN númerið þá skal ég senda til baka það sem ég hef.

Mér dettur í hug ein saga af þessum GTS-um.  Það var fagran sunnudagsmorgunn sirka 1980 að á planinu við Essonesti á Akureyri stóð yfirgefinn GTS, með kaðalspotta framan úr sér og planið undir vélinn löðrandi í olíu.  Sagan segir að norðlenskir drengir höfðu keypt bílinn þessa helgi og haldið heim á laugardegi eftir að búið var að lesta bílinn (af víni).  Þetta var áður en  klæðning var komin á þjóðveg 1 þannig að ekki var mikið hægt að prófa hinn nýkeypta farkost og þó..........brýrnar voru steyptar.  Það var semsagt stoppað við hverja einustu brú, liðinu hleypt út í misjöfnu ástandi og svo var bara tekið burnout yfir á meðan hirðin blandaði. Þetta hafa verið svona upp undir 20 burnout og skammt norðan Akureyrar tók 340 vélin sér hlé frá störfum.


Sæll Raggi, ég fór að garfa í gömlum þráðum (þ.e. DART þráðum)
Ertu þá að segja að það sé til einn ´68 GTS hérlendis ennþá??  340??? 383???
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Re: Dodge GTS
« Reply #8 on: October 01, 2013, 18:33:04 »
hmmm....

Ekkert að gerast hér eða   :-"
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666

Offline gardarsson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Re: Dodge GTS
« Reply #9 on: October 02, 2013, 21:06:07 »
Á Olds þræðinum sem byrjaði hér er komin umræða um þessa fínu GTS bíla sem komu hingað um 1970.  Þetta eru nú það merkilegir vagnar að það er fullt tilefni að starta bara sérþræði um þá:

Það komu 12 GTS 1969 árgerð hingað til lands allir með 340 vél.  Það sem er hvað merkilegast við þá er að VIN númerin á þeim voru í röð frá 98177297-98177308.  Engin önnur auðkenni voru á VIN númerunum eins og venja var að setja á VIN plöturnar frá Chrysler verksmiðjunum í U.S.A.  Það er vel hugsanlegt að þessir bílar hafi verið fluttir hálfsamsettir frá USA til Evrópu þar sem samsetning var kláruð.  Það sam aðgreindi þessa GTS bíla frá bræðrum þeirra sem runnu beint út úr Hamtramck, Detroit voru hliðarljósin sem voru bæði appelsínugul (á fram- og afturbretti) á bílunum sem komu hingað en þau voru rauð og gul á Detroit bílunum.  Flautan var í stefnuljósarofunum á þessum 12 bílum en í stýrinu á Detroit GTS-unum.  Að auki var einföld klukka í mælaborðinu á GTS unum sem komu hingað en slíkt var ekki að finna í Detroit GTS-unum.  Loks er glerið í þeim merkt fyrirtæki í Hollandi.  Bílarnir voru upphalflega í grænum, hvítum og gráum litum.  Ég er ekki viss um að neinn hafi original verið rauður.  Innflutningi þessara fallegu og spræku vagna ber að þakka ötulu Chryslerumboði sem þá var starfandi undir merkinu Vökull.  Það umboð steytti m.a. hnefann gegn ægivaldi þeirra örfáu skipafélaga sem einokuðu (og hafa enn afl í skjóli fákeppni til að skrifa flutningsreikninga með gaffli) flutninga á bílum hingað til lands þegar Vökull leigði í nokkur skipti sérstök bílaflutningaskip sem komu með Mopar vagnanna heim á kajann á lægra verði.  Sölutölur á Mopar voru háar hérlendis þegar umboðið stóð í blóma enda ekkert betra en Mopar í glímunni við íslenska vegi.

Ragnar
Sælir drengir Ég er með skráningarvottorð af fyrsta 69 GTS bílnum sem kom úr Belgí grúppunni. Bílarnir voru smíðaðir í Belgíu 1969 og komu til Íslands 1971 Foreldrar mínir áttu fyrsta bílinn. verksm nr. 177 297 samkvæmt skoðunarvottorði skráningarnúmer Y 820 og G 916 ekki kannast ég við þær lýsingar sem hér er sagt frá varðandi flutninginn til landsins þessi bíll kom með Eimskip frá Hamborg frekar en Rotterdam, því foreeldrar mínir sóttu bílinn að verksmiðjudyrum og óku honum í í frí í Evrópu og síðan að skipshlið. Kv Jónas Gaðarsson

Offline Dart 68

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 589
    • View Profile
Re: Dodge GTS
« Reply #10 on: October 05, 2013, 01:57:43 »
eitt sem ég fór að spá í Ragnar, bíllinn minn er, samkv. VIN#, original 270 bíll og með 225ci slant-6 en miðað við listann sem þú settir upp þá ætti það ekki að passa  :-k
Winners never Quit --- Quitters never Win

Ottó P Arnarson

Krúsers
# 666