Nei ég hef ekkert tekið saman um 68 hardtop bílana en þeir voru þó mun færri (kannski fjórir? aðrir vita það betur en ég). Það var hægt að fá hardtop Dart í fjórum útfærslum 1968:
Dart.- Bara 170 og 225 c.i. sexur í boði í þá.
Dart 270.- Vélar: slant six 170 c.i og 273 @ 190 hö.
Dart GT -(lúxus útgáfa af 270 týpunni með sömu vélum)
Dart GTS- með standard vélina sem 340 @ 275 hö. en 383 @ 300 hö. var option. Svoleiðis bíll er til hér.
GTS bílarnir voru með styrktri fjöðrun, redline dekkjum og bumblebee rönd.
Ég er með upplýsingar um feril margra 69 GTS-anna þannig að ef einhver sem málið er skylt sendir mér VIN númerið þá skal ég senda til baka það sem ég hef.
Mér dettur í hug ein saga af þessum GTS-um. Það var fagran sunnudagsmorgunn sirka 1980 að á planinu við Essonesti á Akureyri stóð yfirgefinn GTS, með kaðalspotta framan úr sér og planið undir vélinn löðrandi í olíu. Sagan segir að norðlenskir drengir höfðu keypt bílinn þessa helgi og haldið heim á laugardegi eftir að búið var að lesta bílinn (af víni). Þetta var áður en klæðning var komin á þjóðveg 1 þannig að ekki var mikið hægt að prófa hinn nýkeypta farkost og þó..........brýrnar voru steyptar. Það var semsagt stoppað við hverja einustu brú, liðinu hleypt út í misjöfnu ástandi og svo var bara tekið burnout yfir á meðan hirðin blandaði. Þetta hafa verið svona upp undir 20 burnout og skammt norðan Akureyrar tók 340 vélin sér hlé frá störfum.