maður hefur nú oft lent í spaugilegum aðstæðum þegar maður hefur verið að falast eftir gömlum bílum,
eitt af því skondnara var Monzan sem stóð við gamla húsið bakvið bensínstöðina á Lækjargötu í Hafnarfirði, þið munið sjálfsagt margir eftir þessum bíl, gylltur með röndum, alveg hauuugryðgaður. búinn að vera númerslaus í mörg ár, en málið var að ég átti svona bíl, og þessi gyllti var með beinskiptum kassa sem mig langaði í, ég var búinn að skoða þetta og það var eiginlega það eina sem var hirðanlegt úr bílnum. anyways, ég banka uppá með bróður mínum og þar áttum við eitt eftirminnilegasta samtal við mann sem við munum eftir,,
Í stuttu máli var bíllinn ALLS EKKI FALUR, því þetta var sérhannaður kappakstursbíll frá ameríku, bíllinn var sérstaklega léttur, (sem var kannski rétt sökum mikils járnsmissis vegna ryðs), hann komst svo hratt þessi bíll að það varð að fylla dekkin af vatni til að kæla þau því engin venjuleg dekk þoldu þennan hraða. hann var "guð má vita hvað" mörg hestöfl, og það höfðu komið tveir menn alla leið frá ameríku til þess eins að skoða þennan merka kappakstursbíl, en fengu hann að sjálfsögðu ekki keyptann, (hefur sjálfsagt átt að fara á safn) það var ýmislegt fleira merkilegt við þennan bíl sem ég man ekki í svipan, en við bræðurnir röltum okkur burt orðnir fjólubláir í framan við að halda í okkur hlátrinum.
Ég hélt svo seinna að kallinn hefði bara verið að gera grín í okkur, en komst svo að því að hann virkilega trúði þessu sjálfur, aðrir höfðu lent í svipuðu þegar eir spurðust fyrir um bílinn. Bíllinn var svo sennilega fjarlægður af hreinsunardeildinni, og örugglega pressaður, nema kannski að Jay Leno hafi fengið veður af þessum ótrúlega bíl og sé að gera hann upp? hver veit..