Það er blessaður tryggingaviðaukinn.
Nú er þetta að verða sífellt erfiðara mál, þ.e.
1. Nú eru flest tryggingafélög farin að rukka fyrir viðaukann 8000.- á ári.
2. Stöðugt vandamál er að fá viðauka á fornbíla, jafnvel hefur maður fengið þvert nei á
25 ára gamlann bíl þrátt fyrir að borga 8000 kallinn.
Og ekki heldur mögulegt að breyta í venjulega tryggingu.
Þessi atriði fara síversnandi ár frá ári.
Annað sjónarmið er afhverju, þ.e.
Ekki þarf viðauka á óskráða og ótryggða bíla, afhverju þarf þá aukatryggingu á tryggðann bíl?
Það sem ég er að spá er hvort félögin geti ekki fengið aukatryggingu á
sitt keppnishald sem bæði kemur í staðinn fyrir þennan viðauka
og væri einnig bætt trygging á ótryggðu tækin.
Þennan aukakostnað mætti þessvegna dekka með hækkun á keppnisgjaldi
ef nauðsin krefur, og tel ég að það yrði samt til sparnaðar fyrir bæði
klúbbana og keppendur.
dæmi: Fornbíll sem neyðist til að skifta í venjulega tryggingu (ef hann fær
það þá) og borga viðaukann.
Við þetta hækka tryggingarnar úr 15 til 20.000.- í 60 til 80.000.-
Þetta þykir mér leiðinlega mykill kostnaður fyrir okkur sem erum alltaf á kúpunni.
Með fyrirfram þökk, og von um að dæmið verði í það minnsta athugað.