Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Super Bee.
motors:
Já og hvað varð um þennan bláa sem Danni flutti inn,Danni vann hjá bílabúð Hrafns Jónssonar í Brautarholtinu og flutti síðar út til USA að læra flugvirkjun,en þessi var örugglega 383 Magnum og beinaður 4ra gíra pistol grip,þetta var örugglega number matching bíll,er hann til?
Moli:
Coronet eða?? svo er til SuperBee á Akureyri, hvort það er Charger eða Coronet veit ég ekki en eigandinn heitir Sigurður, ´71 Charger SuperBee 440 sixpack til í Vogunum!
Dodge:
Sigurður ágústsson á einn "í uppgerð" 71 hled ég charger boddý.
held hann sé búinn að vera bæði blár og appelsínugulur. correct me wrong.
hann er búinn að vera inní skúr í áratugi.
1966 Charger:
Varðandi 1971 Superbee bílana tvo:
1. Superbee-inn á Akureyri var upphaflega gulur með svörtu þaki. Þetta er Scat Pack útgáfa með 383 Magnum High Performance (300 gross hö @ 4800 sn og 340 lbs.ft. tork @ 3200 sn) sem var standardvél fyrir Ofurmýin árið 1971. Framleiddur í Lynch Road, Michigan. Innfluttur af Ívari leturgrafara Björnssyni. Var í Keflavík (Ö-287) og í Hafnarfirði (' 76-' 80) eign Gunnars Sveinssonar. Svo eignaðist Kjartan Kjartansson bílinn (R-72954) og Kalli sprautar hann rauðan. Lúlli Bárðar (sem á núna hitt ´71 Ofurmýið) keypti af Kjartani c.a. '82-'83 og selur Sigga Superbee tækið um 1986. Siggi er með hann í lannnggggtímaupptekt.
2. Blái Superbee-inn er merkilegt tæki vegna útbúnaðar og örugglega með fimm merkilegustu Mopar tryllitækjum sem skolað hefur á Íslenskar fjörur. Original með 440 vél (385 gross hö @ 4700 sn. og 490 lbs.-ft. tork @ 3200 sn). Six Pack inntaki (Scat Pack útgáfa), 4-ra gíra með Dana 60 og virku loftinnitaki á húddi. Daníel flugvirki keypti djásnið vélar- og húddlausan (sennilega í Oklahoma) og flytur til landsins 1981. Stóð í eitt ár í Tollportinu og síðan uppi í Breiðholti. Óli á Kjalarnesinu eignast bílinn og selur svo Lúlla hann. Núna er bílinn í miður góðu ástandi suður með strönd.
motors:
Þessi blái var Charger,held það sé sá í Vogunum,á einhver myndir gamlar og nýjar?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version