Kynnið ykkur Facebook síðu klúbbsins
Sælir piltar..Þessi Rambler American '64 var keyptur úr sölunefndinni af Ómari Sveinbjörnssyni (gamall félagi úr Kópavoginum sem vann í Kistufelli), bíllinn var orginal með 6cyl flathead mótor og þriggja gíra beinskiptur.Ómar setur 327 V8 Chevy, fjagra gíra T10 gírkassa og 12 bolta hásingu. Mótorinn var byggður í upphafi fyrir turbo (rennt af TRW stimplum og hedd af Blazer sett á... þetta er árið 75-76). Bíllinn er keyrður turbolaus í töluverðan tíma og þá var hann rauður.. Síðan var sett í hann turbo (ein TO4.. blásið undir blöndung), brettaflerar og bíllinn málaður hvítur + Mopar húdd skóp.Bíllinn var notaður í töluverðan tíma með turbo og virkaði vel, tók á eins og góð N/A big block en eldsneytið á þessum tíma var mjög lélegt.. Ómar var á vertíð í Grindavík og í einni ferðinni fór stimpill. Við þetta missti Ómar áhugann á bílnum og selur mér bílinn.Ég setti 307 Chevy, 350 skiptingu og 9" Ford hásingu í bílinn. Svo kaupir Árni Kristinnsson og Árni selur bróður sínum bílinn (Magnús Kristinnsson).. Svo fór bíllinn eitthvað austur í sveitir á flakk og eitthvað????Þess má geta til gamans að Ómar Sveinbjörnsson starfar nú sem sálfræðingur í Ástralíu Allar þessar 427 sögur og Twin Turbo eru samt góðar KveðjaRúdólf
Jæja Jói ÖK hann var eitthvað að basla þessu tengt. En þú mátt nú vera ánægður að vera ekki sá eini sem bullar á þessu spjalli.KveðjaRúdólf