Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

69 GTO...

<< < (2/3) > >>

Gunnar M Ólafsson:
Ég man eftir 69 GTO sem kom að austan hingað í bæinn ca '89 rauður og ekki með viniltopp
Minnir að hann hafi verið með ljósalokur en er alls ekki viss. Veit ekki hvað um hann varð, var orðinn ansi dapur. Á þessum tíma var líka talað um GTO á geymslusvæðinu í Hafnarfirði 68 eða 69 árg með ljósalokur.
Norðanmennirnir hljóta að vita hvaða bíll þettað er.

Kiddi:

--- Quote from: "Gunnar M Ólafsson" ---Á þessum tíma var líka talað um GTO á geymslusvæðinu í Hafnarfirði 68 eða 69 árg með ljósalokur.
Norðanmennirnir hljóta að vita hvaða bíll þettað er.
--- End quote ---


Sæll Gunni..
Eldri eigandi af bílnum mínum (var kallaður Gunni rauði eða eitthvað) talaði um að sá bíll hafi farið í rif í bílinn minn, stokkur, ljósalokunef o.fl.
Ljósalokunefinu var síðan stolið :cry:

Annars fékk ég haug af drasli með bílnum mínum s.s. bláa stýristúbu úr svona bíl, 69 GTO stóla græna, 69' Lemans afturljós, 68 lemans framstuðara og 68 endura stuðara.. þannig að það hefur nú verið eitthvað til af þessum bílum hérna :lol:

Kiddi:

--- Quote from: "Gunnar M Ólafsson" ---Ég man eftir 69 GTO sem kom að austan hingað í bæinn ca '89 rauður og ekki með viniltopp
Minnir að hann hafi verið með ljósalokur en er alls ekki viss. Veit ekki hvað um hann varð, var orðinn ansi dapur.
--- End quote ---


Ég held að pabbi hafi hent þessum bíl... hann hirti húddið af honum og það er enn til í dag en það er í ansi döpru ástandi..
Ég man þegar ég var að leysa lakkið af því, þá sá ég að hann hafði verið ljósgrænn fyrst, gulllitaður og síðan rautt (lokaðar nasir).

Gunnar M Ólafsson:
Sæll, já það komu sennilega 6 til 8 GTO af árg '68 og '69. Ég hef líka heyrt um '69 GTO sem var á Sigló einhvern tíma um 1980. Verst að ég er búin að tapa pappírum sem maður hjá bifreiðarskráningu hinni gömlu útbjó fyrir mig 1990 og hafði að geyma allar skráningar á GTO sem hannn gat fundið í gögnum hjá sér. Er þessi mynd ekki tekin 1975-80? kanski 17 júni á Akureyri? Þeir fyrir norðan hljóta að muna eftir þessum bíl.

1966 Charger:
Þessi mynd er örugglega frá 17. júní sýningu Bilaklúbbsins. Og miðað við aðrar myndir sem til eru þá tel ég líklegast að hún sé frá 1975.  Það er líklegt að þessi bíll hafi staldrað stutt við í bænum, a.m.k. koma engir eigendur eða sögur upp í hugan. Útvarpsloftnetið er alveg helsvalt, enda dugði factory spíran illa til að ná "Lögum unga fólksins" á langbylgjunni þriðjudagskvöldum þegar búið var að parkera svona djásnum í einhverju kjarri fjarri mannabyggðum.

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version