Kvartmílan > Almennt Spjall

Innflutningur á keppnistæki

<< < (5/6) > >>

gstuning:

--- Quote from: "firebird400" ---Og hvað, ætlar þú þá bara að sitja á gripnuminn í skúr í 7 ár áður en þú ferð að nota hann, lítið vit í svoleiðis sparnaði  :?

Kannski er ég ekki að skilja þig, en ég sé ekki hvernig þetta býður upp á misnotkun.

Menn þurfa ekkert að nota keppnistæki sín frekar en þeir vilja það, og ég er nokkuð viss um að Davíð mundi ekki skrifa upp á niðurfellingu á einhverjum götu BMW vegna þess að einhver segðist ætla að keppa á honum, því ekki mundi ég gera það.
--- End quote ---


Enn reglurnar eru þannig að um keppnistæki sé að ræða,
hvernig getur götu BMW ekki verið keppnis tæki ef hann passar í einhvern flokk?

Hver er akkúrat skilgreiningin á keppnistæki?
Það hlýtur einfaldlega að vera sú að ef bíll passar inní ramma einhverns keppnisflokks sem hægt er að taka þátt í á íslandi þá er hann auðvitað keppnistæki.

Enn auðvitað er þetta misnotkun ef þú ætlar þér að eiga leiktæki núna og setja það svo á götuna seinna. Það eru auðvitað hvað 2-3 brautir í "smíðum" núna og því hægt að fara méð keppnistækið þangað og keyra,

ég er ekki að tala um að spara sér pulsu og kók á því að geyma honduna sína í skúrnum í 7ár heldur er þetta klausa í lögum sem er hægt að nota,
t,d við innflutning á margra margra milljóna tækjum og spara sér á endanum fjöldann af milljónum

1965 Chevy II:
Það er engin ástæða til að skrifa ekki upp á hvaða bíl sem er sem keppnistæki þar sem það má ekki keyra hann á götu hvort eð er nema rally bíl  til og frá keppni.

Ég sé enga misnotkun í þessu,þú mátt ekki keyra bílinn á götunni nema til og frá keppni (ef um rallý bíl  er að ræða).Menn fá ekki venjuleg númer á keppnistæki.

Og það er löglegt að borga tollana og breyta honum í götubíl hvenær sem er að ég best veit.

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Afsakið að ég sé að vekja upp eeeeeeeldgamlann þráð

En veit einhver hvort að það sé í lagi að bílinn sé ekki gangfær eða samansettur ?
Er að skoða innflutning á bíl sem að ég á úti í USA en hann væri ekki alveg samansettur
Skelin er samt greinilega ætluð í keppni , veltibúr og aðrar breytingar

Væri mikið þakklátur ef einhver þekkir þetta

kv
Gummi

baldur:
Já það hafa margir bílar verið fluttir inn kramlausir undir þessum reglum.

Guðmundur Þór Jóhannsson:
Ok takk

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version