Kvartmílan > Almennt Spjall
Innflutningur á keppnistæki
Einar K. Möller:
Allir sem hafa flutt inn dragga eða doorslammers notaða í kvartmílu t.d hafa gert þetta og þetta gerðist bara vandræðalaus.
Til að mynda með bílinn minn þá var þetta bara ekkert mál.
gstuning:
Það er ekki hægt að segja bíl ekki keppnitæki ef hann passar inní einvern ramma af keppnisflokkum eða greinum,
t,d myndi vera hægt að flytja inn venjulegann honda civic sem keppnis bíl og keppa á honum í RS flokk. Ef hann uppfyllir reglurnar sem um þar segir hver getur þá sagt að hann sé ekki keppnistæki?
Engin slikkar, veltibogar eða neitt annað þyrfti að setja í hann eða breyta honum,
Mjög einföld leið sem væri augljóslega hægt að misnota.
svo kemur annað, hversu oft þyrfti í raun að keppa á "tækinu" á þessu 7ára tímabili, ekki er hægt að krefja eiganda að keppa því að bílinn gæti verið "bilaður" og budget "keppnisliðs" ekki nægt til að laga hann á þessu tímabili.
Og hvergi stendur að eigandi þurfi að selja bílinn heldur.
firebird400:
Gunni, þú setur svona ekkert á númer og fer svo bara á rúntinn sko
gstuning:
--- Quote from: "firebird400" ---Gunni, þú setur svona ekkert á númer og fer svo bara á rúntinn sko
--- End quote ---
Auðvitað ekki fyrr enn eftir 7ár ;)
firebird400:
Og hvað, ætlar þú þá bara að sitja á gripnuminn í skúr í 7 ár áður en þú ferð að nota hann, lítið vit í svoleiðis sparnaði :?
Kannski er ég ekki að skilja þig, en ég sé ekki hvernig þetta býður upp á misnotkun.
Menn þurfa ekkert að nota keppnistæki sín frekar en þeir vilja það, og ég er nokkuð viss um að Davíð mundi ekki skrifa upp á niðurfellingu á einhverjum götu BMW vegna þess að einhver segðist ætla að keppa á honum, því ekki mundi ég gera það.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version