Author Topic: Innflutningur á keppnistæki  (Read 9283 times)

Offline haron

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 22
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« on: January 27, 2007, 03:41:50 »
Hvernig er það er ekki hægt að fá felld niður einhver gjöld þegar maður flytur inn keppnistæki eins og kvartmílubíl eða torfærugrind?

Offline typer

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 43
  • DropDeadSexy
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #1 on: January 27, 2007, 12:17:29 »
Jú getur flutt inn tollalaust keppnistæki en þ´þarf að senda það út aftur eftir áhveðinn tíma...
Mitsubishi Starion '87 (LG-553) Varahlutir
Mitsubishi Starion '87 (LG-555) Spyrnugræjan

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #2 on: January 27, 2007, 12:40:16 »
Nei,það þarfr ekki að senda tækin aftur út

Borgara bara VSK af tækjunum

Eftir 7 ár má skrá keppnistækin á götuna
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #3 on: January 27, 2007, 12:41:24 »
Sælir.
Það þarf ekki að flytja kepnistæki út aftur eftir ákveðinn tíma.
Hinns vegar afskrifast tolla niðurfellingin á ákveðnum árafjölda mismunandi eftir gerð keppnistækis.
Virðisaukaskattur fellur hins vegar ekki niður því verða menn að reikna með því að greiða 24% virðisaukaskat af kaupverði og flutningi.
En hér er reglugerðin:

Sérsmíðaðar bifreiðar til akstursíþrótta.
16. gr.
Vörugjald skal falla niður af sérsmíðuðum bifreiðum til keppni í rallakstri, sem skráðar eru sem slíkar, ökutækjum sem ekki eru skráningarskyld og sérsmíðuð eru til nota í kvartmílukeppni og torfærugrindum til nota í torfærukeppni.
Niðurfelling vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu sjö ár eftir nýskráningu bifreiðar verði eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
1. Ökutæki skal ætlað til og einungis notað í aksturskeppnum sem haldnar eru í samræmi við reglur um akstursíþróttir og aksturskeppni og haldnar eru á ábyrgð og samkvæmt reglum samtaka um akstursíþróttir, þ.e. skipulagsbundinna samtaka sem hafa akstursíþróttir á verkefnaskrá sinni og hlotið hafa til þess viðurkenningu dómsmálaráðuneytisins.
2. Við umsókn um niðurfellingu vörugjalds skal lagt fram vottorð frá framleiðanda bifreiðar ásamt rökstuddri yfirlýsingu samtaka um akstursíþróttir um að um sé að ræða sérsmíðaða keppnisbifreið til aksturskeppni í viðkomandi keppnisgrein. Ef ökutæki er ekki skráningarskylt skal leggja fram vottorð um það frá skráningarstofu ökutækja. Við mat á því hvort ökutæki sé sérsmíðað ökutæki til keppni í viðkomandi keppnisgrein skal m.a. litið til þess hvort ökutækið uppfylli þær kröfur sem samtök um akstursíþróttir gera til keppnisbifreiða. Varðandi sérsmíðaðar bifreiðar til keppni í rallakstri skal jafnframt litið til þess hvort bifreiðin uppfylli kröfur sem gerðar eru varðandi skráningu samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja.
3. Ef um sérsmíðaða bifreið til rallaksturs er að ræða skal hún skráð sem slík í ökutækjaskrá, samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja. Skráningarnúmer skulu vera í samræmi við ákvæði sömu reglugerðar.
4. Ökutækjum sem njóta niðurfellingar samkvæmt þessari grein er óheimilt að aka á vegum. Þó er heimilt að aka sérsmíðuðum rallbifreiðum á vegum vegna þátttöku í rallaksturskeppnum samkvæmt reglum um akstursíþróttir og aksturskeppni og til æfingaaksturs samkvæmt sömu reglum.
Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd niðurfellingar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á niðurfelldu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr


Kv.
Agnar H Arnarson
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline haron

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 22
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #4 on: January 27, 2007, 20:42:48 »
Quote from: "Dr.aggi"
Sælir.
Það þarf ekki að flytja kepnistæki út aftur eftir ákveðinn tíma.
Hinns vegar afskrifast tolla niðurfellingin á ákveðnum árafjölda mismunandi eftir gerð keppnistækis.
Virðisaukaskattur fellur hins vegar ekki niður því verða menn að reikna með því að greiða 24% virðisaukaskat af kaupverði og flutningi.
En hér er reglugerðin:

Sérsmíðaðar bifreiðar til akstursíþrótta.
16. gr.
Vörugjald skal falla niður af sérsmíðuðum bifreiðum til keppni í rallakstri, sem skráðar eru sem slíkar, ökutækjum sem ekki eru skráningarskyld og sérsmíðuð eru til nota í kvartmílukeppni og torfærugrindum til nota í torfærukeppni.
Niðurfelling vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu sjö ár eftir nýskráningu bifreiðar verði eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
1. Ökutæki skal ætlað til og einungis notað í aksturskeppnum sem haldnar eru í samræmi við reglur um akstursíþróttir og aksturskeppni og haldnar eru á ábyrgð og samkvæmt reglum samtaka um akstursíþróttir, þ.e. skipulagsbundinna samtaka sem hafa akstursíþróttir á verkefnaskrá sinni og hlotið hafa til þess viðurkenningu dómsmálaráðuneytisins.
2. Við umsókn um niðurfellingu vörugjalds skal lagt fram vottorð frá framleiðanda bifreiðar ásamt rökstuddri yfirlýsingu samtaka um akstursíþróttir um að um sé að ræða sérsmíðaða keppnisbifreið til aksturskeppni í viðkomandi keppnisgrein. Ef ökutæki er ekki skráningarskylt skal leggja fram vottorð um það frá skráningarstofu ökutækja. Við mat á því hvort ökutæki sé sérsmíðað ökutæki til keppni í viðkomandi keppnisgrein skal m.a. litið til þess hvort ökutækið uppfylli þær kröfur sem samtök um akstursíþróttir gera til keppnisbifreiða. Varðandi sérsmíðaðar bifreiðar til keppni í rallakstri skal jafnframt litið til þess hvort bifreiðin uppfylli kröfur sem gerðar eru varðandi skráningu samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja.
3. Ef um sérsmíðaða bifreið til rallaksturs er að ræða skal hún skráð sem slík í ökutækjaskrá, samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja. Skráningarnúmer skulu vera í samræmi við ákvæði sömu reglugerðar.
4. Ökutækjum sem njóta niðurfellingar samkvæmt þessari grein er óheimilt að aka á vegum. Þó er heimilt að aka sérsmíðuðum rallbifreiðum á vegum vegna þátttöku í rallaksturskeppnum samkvæmt reglum um akstursíþróttir og aksturskeppni og til æfingaaksturs samkvæmt sömu reglum.
Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd niðurfellingar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á niðurfelldu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr


Kv.
Agnar H Arnarson


Takk fyrir gott svar Agnar
En ég er að spá með þetta þar sem að þetta er keppnistæki sem mun ekki vera skráningarskylt.
Er eithvað mál að fá vottorð frá skráningarstofu um að þetta sé ekki skráningarskylt ökutæki?
og það er þá gert hérna heima ekki rétt?
Og þarf svo ekki vottorð frá Lía til að staðfesta að þetta sé sérsmíðað keppnistæki?
þar sem að þetta er torfærugrind sem ég er að spá í að flytja inn.

Offline Dr.aggi

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 411
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #5 on: January 27, 2007, 22:59:39 »
Sæll:
Þú þarft skriflega staðfestingu frá viðurkendum samtökum sem hafa með akstursíþróttir að gera, Jú það er líklega nærtækast að þau félög sem standa að torfæru staðfesti þetta eins og td. BA, JR, já eða LÍA.

Það skiftir engu máli þó þetta sé keppnistæki sem ekki er hæft til götuaksturs, ef ég man rétt þá eru öll tæki sem flutt eru inn skráð í skráningarstofu þó það séu draggar,motocross hjól eða önnur tæki þó þau séu ekki framleidd til almenns götuaksturs.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.
Agnar H
ON ALKY RACING TEAM.
Chevrolet Malibu Chevelle 1967.Besti tími 10.87
Blown Alky SBC dragster.Besti tími 8.72
Willys Coupe 1941

http://public.fotki.com/Draggi/

Offline CAM71

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #6 on: January 27, 2007, 23:52:22 »
Þarf þá ekki staðfestingu um að þetta sé keppnistæki "only" frá landinu sem tækið kemur frá?

Offline TRANS-AM 78

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 274
    • View Profile
..
« Reply #7 on: January 28, 2007, 00:02:20 »
kannski er þetta heimskuleg spurning en hvaða bilar eru þá skilgreindir sem keppnistæki??
Magnús Sigurðsson

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Re: ..
« Reply #8 on: January 28, 2007, 10:59:25 »
Quote from: "TRANS-AM 78"
kannski er þetta heimskuleg spurning en hvaða bilar eru þá skilgreindir sem keppnistæki??



Honda Civic  8)
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Re: ..
« Reply #9 on: January 28, 2007, 16:20:35 »
Quote from: "TRANS-AM 78"
kannski er þetta heimskuleg spurning en hvaða bilar eru þá skilgreindir sem keppnistæki??


Þetta er góð spurning..

Ætli sá bíll verði ekki að vera með veltiboga, slikkum, körfustólum og einhverju svona dótaríi...
Það myndi ekki saka að það væri ekki viðræfuhæft inn í bílnum sökum hávaðamengunar, einn summit límmiði hér og þar o.s.frv. :lol:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline TRANS-AM 78

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 274
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #10 on: January 28, 2007, 16:30:55 »
okey segjum að mig langi að flytja inn draumabílinn en eigi ekki alveg nóg fyrir honum útaf háum tollum og eins og þetta er úti núna þá verða þeir allt of dýrir eftir nokkur ár, get ég þá skellt veltibúri og eitthverju smádrasli á hann, flutt hann inn án þess að borga fulla tolla og fengið hann skráðann eftir 7 ár ?? bara hugmynd :)
Magnús Sigurðsson

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #11 on: January 28, 2007, 16:45:58 »
Já það á að vera hægt

Færð þér keppnisnúmer en þá máttu keyra hann til og frá keppni á götunni :D


Það væri ágætt að eiga skel af bíl,flytja inn eins bíl með vél og öllu tilheyrandi skrá hann sem keppnistæki til að borga aðeins VSK og svappa öllu yfir í hina skelina og út að keyra 8)
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #12 on: January 28, 2007, 17:56:00 »
en er ekki hægt að borga bara tollinn hvenar sem er á þessu 7 ára tímabili og götuskrá bílinn?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #13 on: January 28, 2007, 19:05:39 »
Quote from: "Dodge"
en er ekki hægt að borga bara tollinn hvenar sem er á þessu 7 ára tímabili og götuskrá bílinn?


Jú og fá venjuleg númer :!:
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline haron

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 22
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #14 on: January 29, 2007, 23:33:26 »
hefur einhver hér reynt á þetta þ.e. að láta fella niður tollana?

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #15 on: January 29, 2007, 23:47:46 »
Allir sem hafa flutt inn dragga eða doorslammers notaða í kvartmílu t.d hafa gert þetta og þetta gerðist bara vandræðalaus.

Til að mynda með bílinn minn þá var þetta bara ekkert mál.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #16 on: January 30, 2007, 12:20:11 »
Það er ekki hægt að segja bíl ekki keppnitæki ef hann passar inní einvern ramma af keppnisflokkum eða greinum,

t,d myndi vera hægt að flytja inn venjulegann honda civic sem keppnis bíl og keppa á honum í RS flokk. Ef hann uppfyllir reglurnar sem um þar segir hver getur þá sagt að hann sé ekki keppnistæki?
Engin slikkar, veltibogar eða neitt annað þyrfti að setja í hann eða breyta honum,

Mjög einföld leið sem væri augljóslega hægt að misnota.
svo kemur annað, hversu oft þyrfti í raun að keppa á "tækinu" á þessu 7ára tímabili, ekki er hægt að krefja eiganda að keppa því að bílinn gæti verið "bilaður" og budget "keppnisliðs" ekki nægt til að laga hann á þessu tímabili.
Og hvergi stendur að eigandi þurfi að selja bílinn heldur.
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #17 on: January 30, 2007, 12:42:22 »
Gunni, þú setur svona ekkert á númer og fer svo bara á rúntinn sko
Agnar Áskelsson
6969468

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #18 on: January 31, 2007, 10:35:26 »
Quote from: "firebird400"
Gunni, þú setur svona ekkert á númer og fer svo bara á rúntinn sko


Auðvitað ekki fyrr enn eftir 7ár ;)
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Innflutningur á keppnistæki
« Reply #19 on: January 31, 2007, 12:12:32 »
Og hvað, ætlar þú þá bara að sitja á gripnuminn í skúr í 7 ár áður en þú ferð að nota hann, lítið vit í svoleiðis sparnaði  :?

Kannski er ég ekki að skilja þig, en ég sé ekki hvernig þetta býður upp á misnotkun.

Menn þurfa ekkert að nota keppnistæki sín frekar en þeir vilja það, og ég er nokkuð viss um að Davíð mundi ekki skrifa upp á niðurfellingu á einhverjum götu BMW vegna þess að einhver segðist ætla að keppa á honum, því ekki mundi ég gera það.
Agnar Áskelsson
6969468