Sælir.
Það þarf ekki að flytja kepnistæki út aftur eftir ákveðinn tíma.
Hinns vegar afskrifast tolla niðurfellingin á ákveðnum árafjölda mismunandi eftir gerð keppnistækis.
Virðisaukaskattur fellur hins vegar ekki niður því verða menn að reikna með því að greiða 24% virðisaukaskat af kaupverði og flutningi.
En hér er reglugerðin:
Sérsmíðaðar bifreiðar til akstursíþrótta.
16. gr.
Vörugjald skal falla niður af sérsmíðuðum bifreiðum til keppni í rallakstri, sem skráðar eru sem slíkar, ökutækjum sem ekki eru skráningarskyld og sérsmíðuð eru til nota í kvartmílukeppni og torfærugrindum til nota í torfærukeppni.
Niðurfelling vörugjalds skv. 1. mgr. er háð því skilyrði að næstu sjö ár eftir nýskráningu bifreiðar verði eftirfarandi skilyrði uppfyllt:
1. Ökutæki skal ætlað til og einungis notað í aksturskeppnum sem haldnar eru í samræmi við reglur um akstursíþróttir og aksturskeppni og haldnar eru á ábyrgð og samkvæmt reglum samtaka um akstursíþróttir, þ.e. skipulagsbundinna samtaka sem hafa akstursíþróttir á verkefnaskrá sinni og hlotið hafa til þess viðurkenningu dómsmálaráðuneytisins.
2. Við umsókn um niðurfellingu vörugjalds skal lagt fram vottorð frá framleiðanda bifreiðar ásamt rökstuddri yfirlýsingu samtaka um akstursíþróttir um að um sé að ræða sérsmíðaða keppnisbifreið til aksturskeppni í viðkomandi keppnisgrein. Ef ökutæki er ekki skráningarskylt skal leggja fram vottorð um það frá skráningarstofu ökutækja. Við mat á því hvort ökutæki sé sérsmíðað ökutæki til keppni í viðkomandi keppnisgrein skal m.a. litið til þess hvort ökutækið uppfylli þær kröfur sem samtök um akstursíþróttir gera til keppnisbifreiða. Varðandi sérsmíðaðar bifreiðar til keppni í rallakstri skal jafnframt litið til þess hvort bifreiðin uppfylli kröfur sem gerðar eru varðandi skráningu samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja.
3. Ef um sérsmíðaða bifreið til rallaksturs er að ræða skal hún skráð sem slík í ökutækjaskrá, samkvæmt reglugerð um skráningu ökutækja. Skráningarnúmer skulu vera í samræmi við ákvæði sömu reglugerðar.
4. Ökutækjum sem njóta niðurfellingar samkvæmt þessari grein er óheimilt að aka á vegum. Þó er heimilt að aka sérsmíðuðum rallbifreiðum á vegum vegna þátttöku í rallaksturskeppnum samkvæmt reglum um akstursíþróttir og aksturskeppni og til æfingaaksturs samkvæmt sömu reglum.
Ef brotið er gegn framangreindum skilyrðum gilda ákvæði 20. gr. um greiðslu fulls vörugjalds og lögveð. Um framkvæmd niðurfellingar, þ.m.t. yfirlýsingu rétthafa vegna uppgjörs vörugjalds, gilda ákvæði 21. gr. Um greiðslu mismunar á niðurfelldu vörugjaldi og fullu vörugjaldi vegna sölu eða breyttrar nýtingar gilda ákvæði 22. gr
Kv.
Agnar H Arnarson