Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Red Baron

(1/3) > >>

Gulag:
datt í hug að athuga hvort einhver viti hvað hafi orðið af "The Red Baron"?  sem var/er? Ford Capri, með rosa boddíkitti, glimmer rauður með ekta rauðu plussi..

keb:
sá hann síðast á uppboði hjá Vöku, sennilega verið í kringum ´94.  Bíllinn var þá orðinn frekar lúinn og ljótur, var að mig minnir seldur á einhverja þúsundkalla (en ekki mjög marga).

Þar áður sá ég hann hangandi uppí lofti í kjallaranum hjá ÁG á Tangarhöfðanum, hét ábyggilega Autoeitthvað, rosaflottur (ef það orð á við um þennan bíl) og glansandi.

Krissi

edsel:
Á einhver myndir af honum. Fæddur '92 þannig að ég veit ekkert um þennan bíl, hvaða árgerð og tegund.

ADLER:
Þessi er því miður löngu ónýtur ég sá hann í vöku portinu fyrir nokkrum árum síðan þar sem það voru einir tveir bílar oná honum,þannig að ég geri ráð fyrir að honum hafi verið hent fljótlega eftir það. :cry:  :cry:

Gulag:
þetta var  ca 75 módelið minnir mig af þýskum Ford Capri, V6 , 2,3 vél, beinskiptur með heavy duty boddíkitti, glimmersprautaður und alles, átti þennan bíl í einhvern tíma, 86 eða 87 minnir mig,

á myndir af gripnum, skal skanna þær inn á mánudaginn

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version