Kvartmílan > Mótorhjól

Tölvuaflestur á Aftermarket tölvuheila??? Einhver

(1/3) > >>

zoolanderinn:
Sælir félagar.
Mig vantar upplýsingar um hvar ég gæti hugsanlega fengið aflestur á tölvuna í hjóli sem ég er að spá í að kaupa.
Lausagangurinn er lélegur, prumpar soldið... spurning hvort þetta séu kerti eða eitthvað annað, langar bara að fá þetta 100%.

Þetta er mikið breytt GSX-R 600 með Yoshimura race tölvu...

Einhverjar hugmyndir?

Davíð S. Ólafsson:
Talaðu við  Vidda Finns 894 3596. Hann er umboðsaðili fyrir Yoshimura á Íslandi og hann er með græjur til þess að lesa þessa tolvu sem þú ert með

Kveðja Davíð

Ruddi:
Ef þetta er Brock´s 600 súkkan, þá hefur hún verið til vandræða síðan hún kom til landsins..

Veit að mótorinn í henni var opnaður einu sinni hér heima og kom þá MIKIÐ fúsk í ljós!!

Yoshimura ECU boxið á ekki að hafa þessi áhrif á hjólið nema boxið sé hreinlega ónýtt!

Kveðja
Ruddi

Lostboys:
Smá forvitni hjólið er að koma að utan frá Brock´s sem eru heimsmeistarar í AMA Prostar.  Hef ekki trú á því að þeir séu að fúska mikið við þessi hjól til að taka sénsin á því að það hrynji í miðri keppni.  Gaman að fá að vita hvaðan þú hefður þetta að það sé mikið fúsk við hjólið.

zoolanderinn:
Þeim er eiginlega slétt sama hvort mótorinn gangi í hálftíma eða nokkur ár... svo lengi sem hann gangi eins og eina keppni eða svo. Leið og það kemur skrýtið hljóð eða eitthvað þá henda þeir einfaldlega mótornum, enda eiga þeir víst alltaf lager af þeim

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version